Leikfélag Ölfuss rís nú úr dvala og boðar til opins fundar til ad kynna starfsemi sína. Félagið hefur á síðustu misserum verið ad setja upp glænýja aðstöðu og nú er komið ad því að hefja störf í Leikhúsinu ađ Selvogsbraut 4. Öllum sem hafa áhuga á því að starfa med félaginu er hér með boðið á kynningarfund fimmtudaginn 13. mars kl. 20.00.
Framundan eru spennandi verkefni. Nú á vormánuðum verður haldin stuttverkahátíð þar sem fólki gefst tækifæri til ad skrifa, leika og leikstýra ásamt öllu sem fylgir því að setja upp leiksýningu.
Hlökkum til ad sjá sem flesta á opnum fundi þann 13. mars að Selvogsbraut 4 (á bak við Heima Bistro).

Með kveðju frá stjórn Leikfélags Ölfuss