Laugardaginn 13. mars frumsýnir Leikfélag Hveragerðis leikritið um strákskrattann og ólátabelginn Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren, í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur. Leikstjórinn að þessu sinni er Sigurður Blöndal og þekkir hann vel til félagsins því hann leikstýrði meðal annars Kardimommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi við góðan orðstír. Yfir 30 manns hafa lagt hönd á plóg til að láta þessa sýningu verða að veruleika og var leikfélagið í góðu samstarfi við grunnskólann í Hveragreði við smíði á leikmunum. Einnig láta nokkrir nemendur skólans ljós sitt skína í sýningunni.
Með helstu hlutverk fara Dagbjartur Kristjánsson sem Emil, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir sem Ída, Gunnar Þór Jónsson sem Anton (pabbi), Hafdís Ósk Guðmundsdóttir sem Alma (mamma), Guðmundur Kr. Erlingsson sem Alfreð og Berglind María Ólafsdóttir sem Lína.
Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Völundi, húsnæði leikfélagins, og í framhaldi af því var ákveðið að ráðast í eina umfangsmestu sviðsmynd sem þar hefur verið gerð. Hér að neðan má svo sjá skipulag fyrstu sýningahelga en þessi áætlun er ekki endanlega því reynt verður að bæta sýningum inn á milli og aftan við, dagsetningum ef það hentar betur og aðsókn leyfir.
13. mars, laugardagur kl. 15.00 – Frumsýning
14. mars, sunnudagur kl. 18.00
19. mars, föstudagur kl. 18.00
20. mars, laugardagur kl. 14.00
21. mars, sunnudagur kl. 14.00
26. mars, föstudagur kl. 18.00
27. mars, laugardagur kl. 15.00
Leikfélag Hveragerðis hefur ávallt reynt að halda miðaverði í lágmarki þrátt fyrir mikið umfang sýninga og er miðaverð á Emil í Kattholti sem hér segir:
Almennt verð (5 ára og eldri): 1700 kr.
Hópar 15+: 1500 kr.
Börn 4 ára og yngri: Ókeypis!
Miðapantanir eru í Sjoppunni Sunnumörk í síma 587-1818 frá kl. 12-18 alla daga.
ATH. Húsið opnar 30 mínútum fyrir áætlaðan sýningartíma og eru miðarnir greiðast á staðnum.
{mos_fb_discuss:2}