Leikfélag Patreksfjarðar hefur nú vaknað af nokkurra ára dvala og hafið starfsemi aftur af fullum krafti. Nú um helgina frumsýnir það sitt þrítugasta leikrit, en félagið var stofnaði 13. maí 1967 og á því fertugsafmæli í vor.
Verkið sem sýnt verður að þessu sinni er Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Elvars Loga Hannessonar leikara, leikstjóra og bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar. Frumsýning verður laugardaginn 30. september kl. 14:00 í Skjaldborgarbíói. Um 30 manns vinna að uppsetningu verksins, bæði börn og fullorðnir.
Miðapantanir í síma 866-6822
Meðfylgjandi mynd af hinni patreksfirsku Línu tók Halldór Þórðarso