Þátttakendur verða beðnir um að beina athygli sinni að draumum sínum og halda litla draumadagbók sem undirbúning fyrir námskeiðið. Unnið verður með spuna til að framkalla ómeðvitaðar myndir sem birtast í undirmeðvitundinni.
Áhugasamir listamenn, hvort sem það eru myndlista-, sviðslista- eda tónlistarfólk geta sótt námskeiðið. Þessi vinnustofa gengur út á tilraunamennsku þar sem reynt er að afhjúpa sjálfið, varpa fram spurningum og búa til lífsreynslu sem dansar á mörkum listgreina.
Námskeiðið er haldið í leikhúsinu Frystiklefanum á Rifi og boðið er upp a gistingu (kojur og bedda). Námskeiðsgjald er 10.000 kr. og stendur straum af húsnæðinu. Nanari upplýsingar og skráning er á netfanginu hrefnasmunk@gmail.com. Takmarkaður fjöldi.
Námskeiðið er hluti af lokaverkefni Hrefnu Lindar til meistaranáms í sviðslistum. Hrefna er að ljúka námi við Naropa University í Colarado og mun hún einnig miðla vinnuaðferðum sem hún hefur lært á leiklistarbóndabænum Double Edge theater þar sem hún hefur dvalið síðustu tvö sumur.