Kortasala fyrir nýtt leikár er hafin hjá Leikfélagi Akureyrar og er óhætt að segja að mikið verði í boði í leikhúsinu fyrir Akureyringa í vetur. Leikárið byrjar á að í september verða tvær gestasýningar en í október verða tvær frumsýningar á vegum LA, Svarta kómedían og Íslenski fjárhundurinn – saga þjóðar. Í nóvember verða svo frumsýnd tvö samstarfsverkefni.
Næstu vikurnar eru eftirfarandi leikverk á fjölunum hjá LA:
Fjalla Eyvindur er gestasýning frá leikhópnum Aldrei óstelandi og verður sýnd í Rýminu 23. og 24. september.
Nýdönsk Í nánd verður á fjölum Samkomuhússins helgina 30. sept. til 1. okt. Nýdönsk mætir hér áhorfendum á nýjan hátt í návígi leikhússins en að sjálfsögðu verður tónlistin allt umvefjandi. Leikstjóri er Gunnar Helgason.
Svarta kómedían er fyrsta frumsýning LA á leikárinu, þann 14. október. Leikstjóri er María Sigurðardóttir og leikarar Árni Pétur Guðjónsson, Guðmundur Ólafsson, Einar Aðalsteinsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Sunna Borg, Ívar Helgason, Þóra Karitas Árnadóttir og Gestur Einar Jónasson.
Íslenski fjárhundurinn – Saga þjóðar er „sagnfræðilegur harmleikur í hljómsveitarbúningi Hunds í óskilum“ og í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Þessi spennandi sýning verður frumsýnd í Samkomuhúsinu 28. október.
Ótuktin eftir Önnu Pálínu Árnadóttur í sviðsetningu Valgeirs Skagfjörð verður sýnd á vegum LA í Ketilhúsinu þann 16. nóvember nk. Ótuktin er einleikur með tónlist, full af mannkærleika og þakklæti til lífsins.
Saknað er nýtt verk eftir Jón Gunnar Þórðarson, sem Silfurtunglið í samstarfi við LA frumsýnir í Rýminu 18. nóvember.
Sjá nánar um sýningarnar á www.leikfelag.is.
Með áskriftarkorti tryggir þú þér öruggt sæti í allan vetur. Oft komast færri að en vilja á sýningar LA en með áskriftarkorti átt þú forgang og tekur þátt í lifandi leikhúsdagskrá. Áskriftakortasalan stendur til 14. október Vakin skal athygli á því að miðasala LA er flutt aftur í Samkomuhúsið, síminn er 4 600 200 og netfangið midasala@leikfelag.is.
{mos_fb_discuss:3}