Leikfélagið Borg frumsýndi Rjúkandi ráð eftir þá Jónas og Jón Múla Árnasyni og Stefán Jónsson með tónlist eftir Jón Múla á laugardaginn 2. mars síðastliðinn. Leikstjóri er Hera Fjord og sýnt er í Félagsheimilinu Borg.
Miðaverð á sýninguna er 2500 kr og 1500 fyrir börn 12 ára og yngri. Miðapantanir í s. 771-4465 eða í skilaboðum hjá leikfélaginu á Facebook.