Listafélag Verslunarskóla Íslands sýnir um þessar mundir leikritið Kæra Jelena í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar. Leikritið var skrifað árið 1980 í Sovétríkjunum, þar sem sagan á sér stað, og uppreisn ríkti á meðal ungu kynslóðarinnar. Ljúdmíla Razúmovskaja er höfundur verksins. Yfirvöld lögðu í fyrstu bann við sýningu þess  en  árið 1986 sló það í gegn. Síðan þá hefur Kæra Jelena verið sýnd í Sovétríkjunum og víða á Vesturlöndum og vakið mikla athygli. Kæra Jelena var sett upp í Þjóðleikhúsinu 1991 og hlaut mikið lof.

Kæra Jelena gerist á afmælisdegi kennslukonunnar Jelenu Sergejevnu sem er kennari í framhaldsskóla. Nokkrir nemendur mæta heim til hennar til þess að óska henni til hamingju með daginn. Fljótlega kemur þó í ljós að eitthvað annað býr undir . Leikritið vekur spurningar um siðferði og ádeilur þvinga áhorfendur til umhugsunar. Hvar liggja mörkin? Hversu langt yfir strikið er maðurinn tilbúinn að ganga til að fá sínu framgengt?

Næstu sýningar eru:
Föstudaginn 16.11. – 20:00
Sunnudaginn 18.11. – 20:00
Miðvikudaginn 21.11. – 20:00

Aron Már Ólafsson, Ásgrímur Gunnarsson, Bára Lind Þórarinsdóttir, Jakob Daníel Jakobsson og Unnur Rún Sveinsdóttir fara með hlutverk í sýningunni.

Almennt miðaverð er 1.500 kr. Sýnt er í Verslunarskóla Íslands.