Í tilefni af vetrarfríi í Reykjavík hefur Íslenski Dansflokkurinn ákveðið að bjóða börnum yngri en 13 ára frítt í fylgd fullorðna á sýninguna Þríleik á Stóra sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 23.febrúar kl 20. Þríleikur samanstendur af dansverkunum Tilbrigði, FARANGUR og Berserkir.

Tilbrigði
Bryndís Halla Gylfadóttir leikur tónverk finnska tónskáldsins Jean Sibelius Theme and variations for Solo Cello frá 1887. Eindansinn er eftir Láru Stefánsdóttur.

F A R A N G U R
F A R A N G U R er nýtt íslenskt dansverk eftir Grímuverðlaunahafann Valgerði Rúnarsdóttur en innblástur að sköpunarferlinu er sóttur í minnið og stöðuga mótun þess.

Berserkir
Berserkir er eftir danska danshöfundinn Lene Boel. Verkið er magnþrungin blanda break, nútímadans og ballett með akróbatísku tvisti.

Hafið samband í síma 568 8000 eða sendið tölvupóst á midasala@borgarleikhus.is til að tryggja ykkur þetta tilboð. Frítt er fyrir eitt barn með hverjum fullorðnum.