Leikhúspáskar í Kómedíuleikhúsinu
Kómedíuleikhúsið í Haukadal Dýrafirði, dalnum þar sem engin býr, tekur að vanda þátt í páskahátiðinni fyrir vestan. Á fjölunum verða tvær leiksýningar úr smiðju leikhússins. Fjölskylduleikritið ástsæla og alvestfirska Dimmalimm eftir Bílddælinginn Mugg hefur notið gífurlegra vinsælda frá því það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2019. Dimmalimm verður sýnt á Skírdag fimmtudaginn 17. apríl kl.14.00 og einnig á laugardag 19. apríl kl.14.00. Sýning sumarsins liðna í Kómedíuleikhúsinu Haukadal var Ariasman. Um er að ræða sögulegt og blóðugt leikverk er fjallar um hin hrottalegu Baskamorð fyrir vestan. Ariasman hefur hlotið afbragðs góðar viðtökur og var nú síðast sýnt tvívegis fyrir...
Sjá meira