Flokkur: Fréttir

Epli og eikur í Hörgárdal

Leikfélag Hörgdæla á Melum æfir nú söngleikinn Epli og eikur sem frumsýndur verður þann 27. febrúar. Söngleikurinn er skrifaður af Þórunni Guðmundsdóttur og var það fyrst sýnt af leikfélaginu Hugleik í Reykjavík árið 2007. Söngleikurinn Epli og Eikur fjallar um óhefðbundin ástarsambönd og glæpsamleg áhugamál nokkurra einstaklinga sem fléttast saman í sprenghlægilegan og flókinn eltingaleik. Leikstjóri sýningarinnar er Jenný Lára Arnórsdóttir. Leikfélag Hörgdæla er virkt áhugafélag í Hörgársveit sem hefur sett upp sýningar á Melum frá árinu 1928, en það var ekki fyrr en árið 1997 sem leikfélagið var formlega stofnað. Frumsýning er fimmtudaginn 27. febrúar en sýnt verður...

Sjá meira

Rokksöngleikurinn Ólafía hjá Eflingu

Leikdeild Eflingar frumsýnir laugardaginn 15. febrúar rokksöngleikinn Ólafíu eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere. Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen og tónlistarstjórn er í höndum Mariku Alavere. Söngleikurinn fjallar um líf ungs fólks í dag og áreiti sem það verður fyrir, vímuefni, útlitsdýrkun, samfélagsmiðla og tvískinnungshátt fullorðna fólksins. Hressandi tónlist og fjör í bland við alvarlegri atburði í sýningu sem spannar allan tilfinningaskalann. Atriði í sýningunni geta valdið óhug hjá mjög ungum börnum. Sýnt eru í Félagsheimilinu á Breiðumýri í Reykjadal. Kvenfélag Reykdæla verður með vöfflu- og veitingasölu fyrir sýningu og í hléi en leikhúsið er sett...

Sjá meira

Námskeið í sýningarstjórnun og tækni leikhússins

Helgina 15. og 16. mars stendur Þjóðleikhúsið fyrir námskeiðum í sýningarstjórnun annars vegar og tækni leikhússins hins vegar. Námskeiðin verða kennd af sýningarstjórum og tæknimönnum hússins og verða kennd í Þjóðleikhúsinu. Skráning er á vef Þjóðleikhússins.  Nánar um námskeiðin: Sýningastjóranámskeið Laugardaginn 15. Mars kl. 09:30 – 15:00 og sunnudaginn 16. Mars kl. 09:30 – 15:00 Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu. Fjöldi nemenda takmarkast við 15 manns.  Verð: 28.000 Námskeið sem hentar vel fyrir nefndarmeðlimi leikfélaga sem og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á verkefna- og sýningarstjórnun og efla færni sína í skipulagi, samskiptum og lausnamiðaðri hugsun í lifandi...

Sjá meira

Átta konur hjá Leikfélagi Selfoss

Leikfélag Selfoss vinnur nú hörðum höndum að 88. uppsetningu félagsins. Æfingar hófust í desember sl. og stefnt er á frumsýningu þann 14.febrúar. Rakel Ýr Stefánsdóttir leikstýrir verkinu sem heitir Átta konur og er „glæpsamlegur gamanleikur“ eftir franska leikskáldið Robert Thomas. Þýðing og aðlögun var í höndum Sævars Sigurgeirssonar. Við kynnumst glæsilegri eiginkonu, tveimur ungum og uppreisnargjörnum dætrum hennar, örvæntingarfullri mágkonu, gráðugri tengdamóður, ráðsettri ráðskonu með duldar hliðar og þjónustustúlku með ómótstæðilegan sjarma. Húsbúndinn virðist sofandi í rúmi sínu, en er það svo? Þegar sjö óstýrilátar konur koma saman og sú áttunda bætist við, getur allt gerst. „Það hefur verið...

Sjá meira

Frumsýning á Bót og betrun

Leikfélag Kópavogs frumsýnir fimmhurðafarsann Bót og betrun laugardaginn 1. febrúar kl. í Leikhúsinu að Funalind. Bót og betrun segir frá bótasvindlaranum Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja bætur  út úr félagslega kerfinu,  þegar hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og Eric kemst að því að það er stundum einfaldara að komast á bætur en af,þegar boltinn er einu sinni farinn að rúlla. Að endingu er hann rígfastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsmálastofnunar sækja að honum úr öllum áttum og eiginkonan er full grunsemda. Til að höggva á hnútinn þarf Eric að losa sig...

Sjá meira

Blóðug myrkraverk í Tjarnarbíó

Kómedíuleikhúsið er mætt til borgarinnar með blóðuga en sögulega leikstykkið Ariasman eftir Tapio Koivukari. Árið 2011 kom út samnefnd bók eftir Tapio sem vakti mikla athygli. Enda er hér á ferð sönn saga um Baskamorðin hrottalegu á Vestfjörðum árið 1615. Leikritið Ariasman verður sýnt í Tjarnarbíó í Reykjavík og verða aðeins þrjár sýningar í boði. Fyrsta sýning er fimmtudaginn 30. janúar kl.20.00. Næstu sýningar verða viku síðar eða miðvikudaginn 5. febrúar og daginn eftir fimmtudaginn 6. febrúar. Miðasala fer fram á tix.is  Ariasman er áhrifa- og átakamikið leikverk um eitt mesta óhæfuverk Íslandssögunnar, Baskavígin. Að haustlagi 1615 var 31...

Sjá meira

NEATA Youth Festival í Litháen 2025

NEATA, Norður-Evrópsku áhugaleikhússamtökin bjóða íslenskum leikhóp ungmenna á leiklistarhátíð í Kreting í Litháen 8.-12. maí 2025. Hátíðin er ætluð leikhópum ungmenna á aldrinum 14.-17. ára. Leiksýningar skulu vera á bilinu 30-60 mínútna langar en að öðru leyti eru ekki gerðar kröfur um form eða innihald. Nánar má fræðast um hátíðina og skipulag hennar hér. Umsóknareyðublað má finna hér. Nánari upplýsingar er hægt að fá á Þjónustumiðstöð BÍL í síma 551-6974 eða...

Sjá meira

Lápur, Skrápur og jólaskapið á Ísafirði

Litli leikklúbburinn frumsýndi jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnarsson, í leikstjórn Tinnu Ólafsdóttur um liðna helgi en þetta er fyrsta verkið sem Tinna leikstýrir. Uppselt var á báðar sýningarnar um helgina og fóru leikhúsgestir uppfullir af jólaskapi af sýningunni. Miðasala er í fullum gangi á sýningarnar á næstu helgi og hægt að kaupa miða á vef félagsins. Lápur, Skrápur og jólaskapið er sannkölluð fjölskyldusýning, þar sem börn á öllum aldri tengd aðstandendum sýningarinnar sátu æfingar og syngja nú lögin úr sýningunni heima hjá sér (að minnsta kosti er það raunin á heimili formannsins).  Lápur, Skrápur og jólaskapið...

Sjá meira

Fjórtándi jólasveinninn í Freyvangi

Fjórtándi jólasveinninn er frumsamið barnaleikrit eftir Ásgeir Ólafsson Lie og segir sögu af hinum hefðbundnu jólasveinunum 13 sem og Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Nema í þessu leikverki eru jólasveinarnir ekki bara þrettán heldur er þarna sá fjórtándi sem enginn átti von á. Þetta jólaævintýri er hugljúf jólasaga sem segir söguna af barni sem kemur óvænt í heiminn og var í raun ekki gert ráð fyrir. Ólátabelgur er frábrugðin öðrum í fjölskyldunni og hefur hvorki hlutverk né tilgang innan fjölskyldunnar. Það að vera öðruvísi en allir í kringum sig og falla ekki inní hópinn getur verið erfitt, því þarf Ólátabelgur...

Sjá meira

Blái hnötturinn á Flateyri

Laugardaginn 16. nóvember kl. 16:00 frumsýnir Leikfélag Flateyrar hið æsispennandi ævintýri um Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Sýnt verður í Samkomuhúsinu á Flateyri og er  sýningin skemmtileg fyrir unga sem aldna. Í þessu spennandi og hlýja leikriti verða villibörnin sem búa á Bláa hnettinum logandi hrædd þegar geimskip brotlendir á plánetunni þeirra. Þar er mættur hinn galsafulli Gleði-Glaumur, sem lofar þeim endalausu fjöri og meira stuði í skiptum fyrir það dýrmætasta sem þau eiga – æskuna sína. Úr verður langhættulegasta ævintýri sem gerst hefur á Bláa hnettinum fyrr eða síðar. Að leikritinu kemur fjöldi íbúa á Flateyri eða...

Sjá meira

Uppselt fram að jólum í Ávaxtakörfunni

Leikfélag Hveragerðis frumsýndi Ávaxtakörfuna í lok september og hafa viðtökurnar ekki staðið á sér. Uppselt er á allar sýningar fram að jólum en síðasta sýning fyrir jól er sunnudaginn 8. desember. Þá fá leikarar og baksviðsfólk kærkomið jólafrí en þá verður búið að sýna 22 sýningar fyrir fullu húsi. Það er alltaf ánægjulegt þegar sýningar ganga vel og leikhópurinn og aðstandendur fá að uppskera ríkulega laun erfiðisins frá æfingatímabilinu. Það er alls ekki sjálfgefið að sýningar áhugaleikfélaga gangi svona vel og erum við virkilega glöð með viðtökurnar. Með þessum viðtökum erum við að fá staðfestingu á því að sú...

Sjá meira

Svarta kómedían á Borg

Leikfélagið Borg sýnir hinn sprenghlægilega farsa Svörtu kómedíuna í Félagsheimilinu Borg. Svarta kómedían er sprenghlægilegur farsi um ungan mann sem þarf að kljást við þrjá elskhuga sína, tannhvassan verðandi tengdaföður, og heyrnalausan miljónamæring – og það allt í algjöru rafmagnsleysi á regnvotu sunnudagskvöldi í London ca. 1965.  Ungur listamaður og mikill elskandi að nafni Brindsley býr í hrörlegri íbúð í London sem hann er búinn að laga aðeins til fyrir kvöldið. Hann er kominn með nýja unnustu og á von á stórfenglegu kvöldi með afar mikilvægum gestum. Á ögurstundu fer rafmagnið af húsinu og í einni hendingu er kvöldið...

Sjá meira
Loading

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert