Hárið á Hornafirði
Leikfélag Hornafjarðar, í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, frumsýnir söngleikinn Hárið, næstkomandi laugardag, 29. mars. Leikstjóri sýningarinnar er Svandís Dóra Einarsdóttir, hreyfihönnuður er Sigga Soffía Níelsdóttir, tónlistarstjóri er Hörður Alexander Eggertsson, kórstjóri er Hrafnkell Karlsson, ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson og búningahönnuður er Ágústa Margrét Arnardóttir. Að sýningunni koma 16 leikarar, sjö manna kór, fjögurra manna hljómsveit, aðstoðarleikstjóri, sýningarstjóri og þrír tæknimenn, auk fjölmargra velunnara leikfélagsins sem hafa lagt hönd á plóginn við leikmyndagerð, smíðavinnu, hár og förðun. Sýningarnar fara fram í Mánagarði, félagsheimili rétt utan bæjarmarka, sem hefur verið aðalsýningarsalur Leikfélags Hornafjarðar í fjölda ára. Eins og segir í...
Sjá meira