verður haldinn að Hallormsstað dagana 4. til 6. maí.
Samhliða aðalfundi fer fram sýning á leikskrám og veggspjöldum leikársins 2006-2007. Endilega takið með ykkur eintök ykkar leikfélaga.
Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum. Þið sem enn eigið eftir að sækja um gerið það sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð má nálgast hér til hægri á forsíðu www.leiklist.is.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 18. apríl til skrifstofu Bandalagsins í síma 5516974 eða á netfangið info@leiklist.is .
Dagskrá:
Föstudagur 4. maí
kl. 19.00 Kvöldverður
– 20.00 Frjálsar umræður um allt milli himins og jarðar, svo sem:
a) Hvað er til ráða varðandi gagnrýnisleysi Moggans? Getum við gert eitthvað annað?
b) Fundir, málþing, námskeið, leiklistarhátíðir hvað viljið þið gera?
c) Eigum við að breyta fyrirkomulagi aðalfunda? Hvernig?
d) Er kominn tími til að skipta út húsnæði skrifstofunnar fyrir eitthvað hentugra?
e) Opnar umræður liggur þér eitthvað á hjarta?
Laugardagur 5. maí
kl 09:00 Aðalfundur settur
– 12:00 Hádegisverður
– 13:00 Framhald aðalfundar
– 17:00 Fundarhlé
– 20:00 Hátíðakvöldverður. Skemmtidagskrá og samvera
Sunnudagur 6. maí
kl. 09:00 Framhald aðalfundar og fundarslit
– 13:00 Hádegisverður og heimferð
Dvalarpakki 1: Verð 15.000 krónur
– Gisting í 2ja manna herbergi með sturtu í 2 nætur
– Léttur kvöldverður á föstudagskvöldinu
– Morgunverður á laugardags- og sunnudagsmorgni
– Hádegisverður á laugardegi og sunnudegi
– Hátíðarkvöldverður (glæsilegt margrétta hlaðborð) á laugardagskvöldið
– Kaffi og með því á laugardeginum
Dvalarpakki 2: Verð 11.000 krónur
– Gisting í svefnpokaplássi (á dýnu í skólastofu) í 2 nætur
Að öðru leiti það sama og í pakka 1.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 18. apríl til skrifstofu Bandalagsins í síma 5516974 eða á netfangið info@leiklist.is. Takið fram hvort þið viljið pakka 1 eða 2.
Úr lögum Bandalags íslenskra leikfélaga varðandi aðalfundi:
6. grein
a) Aðalfundur er æðsta vald Bandalagsins og skal hann haldinn eigi síðar en í september ár hvert. Stjórn Bandalagsins ákveður þingstað hverju sinni. Aðalfundur skal boðaður með minnst mánaðar fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina þingstað, fundartíma og dagskrá fundarins. Fundarboði skal fylgja fundargerð síðasta aðalfundar og reikningar Bandalagsins, svo og framkomnar lagabreytingartillögur. Tillögur til lagabreytinga skulu sendar þjónustumiðstöð Bandalagsins eigi síðar en 6 vikum fyrir aðalfund. Hvert aðildarfélag hefur eitt atkvæði á aðalfundi og skal einn fulltrúi fara með atkvæðið. Heimilt er að tilnefna annan fulltrúa til vara. Allir fundarmenn hafa málfrelsi og tillögurétt. Kjörbréf til handa fulltrúanum og varamanni hans skulu staðfest af formanni eða ritara viðkomandi félags og afhent starfsfólki þjónustumiðstöðvar fyrir fundinn.
b) Verkefni aðalfundar skulu vera:
1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað.
2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum.
3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd.
4. Inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá.
5. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd.
6. Skýrsla stjórnar.
7. Framkvæmdastjóri leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs og skýrir þá.
8. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga.
9. Skýrslur nefnda og umræður um þær.
10. Drög að starfsáætlun næsta árs kynnt og skipað í starfshópa.
11. Kjörnefnd tilkynnir niðurstöður sínar og mælir með a.m.k. 1 aðila í hvert sæti sem kjósa skal í.
12. Lagabreytingar.
13. Tillögur lagðar fyrir fundinn.
14. Starfsáætlun afgreidd.
15. Stjórnarkjör.
16. a. Kosning 3ja manna kjörnefndar og eins varamanns til eins árs.
b. Kosning 2ja félagslegra endurskoðenda og eins til vara til eins árs.
17. Ákveðið árgjald til Bandalagsins.
18. Önnur mál
19. Næsti aðalfundur, hugmyndir reifaðar um stað og stund.
c) Tillögur sem kjörnefnd getur ekki gert að sínum og tillögur sem berast eftir að kjörnefnd lýkur störfum skulu studdar af a.m.k. 3 atkvæðisbærum fulltrúum. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður útslitum mála á aðalfundi, þar sem annað er ekki tekið fram. Enginn getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Til lagabreytinga og brottvikningar úr Bandalaginu þarf 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi.
d) Kveða skal til aukafundar ef tíu eða fleiri félög óska þess. Framkvæmdastjóri skal þá boða strax til aukafundar og skal hann haldinn innan eins mánaðar frá boðun. Aðalfundir og aukafundir eru löglegir og ályktunarhæfir ef löglega er til þeirra boðað.
Fundargerð aðalfundar 2006 er hér á vefsíðunni leiklist.is undir Bandalagið/Fundir og verður ekki send út.
Skv. lögum Bandalagsins hafa aðeins þau aðildarfélög atkvæðisrétt á aðalfundi sem greitt hafa árgjöldin. Enn skulda eftirtalin félög: Leikfélag Ólafsfjarðar, Leikdeild Umf. Gnúpverja, Leikfélagið Vaka, Borgarfirði eystra og Leikklúbbur Laxdæla.
{mos_fb_discuss:3}