Breska leikritið Danny and deep blue sea fékk feikigóðar undirtektir um síðustu helgi í Austurbæ og vegna fjölda áskoranna verða tvær aukasýningar á laugardaginn 11. nóvember kl. 20 og 22.
Danny and the deep blue sea er eftir John Patrick Shanley í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar. Verkið verður sýnt í nýuppgerðu black-box rými á efri hæðinni, í Silfurtunglinu.
Brit Pop leikrit, beint frá Bretlandi, beint í æð.
Leikendur eru bresku hjónin Nicolette Morrison og Matthew Hugget. Leikið er á ensku.
Danny var sýnt í Etcetera Theatre í Camden í London við feikigóðar undirtektir.
Þetta er saga Danny og Robertu, tveggja einmana sála sem hittast á bar og hefja samræður. Saga fólks sem varð utanveltu í samfélaginu, lágstéttar pakk, eða white trash, Þetta er saga þriggja kynslóða sem þurfa að lifa við bágar aðstæður og fjallar leikritið um börn, uppeldi, drykkju, mistnotkun og ást. Þetta er ofbeldisfull, hröð og hættuleg ástarsaga.. Þetta er saga fólks sem mann grunar ekki að geti elskað en elskar svo heitt vegna þess að það hefur farið á mis við foreldraást, væntumþykju og hlýju í lífinu.
Heimurinn sem verkið gerist í er sá sami og leikararnir ólust upp í, þetta er heimur lágstéttarinnar. Leikritið fæðist mikið með leikurunum sjálfum, þeim Nicolette og Matthew en þau urðu ástfangin og giftu sig innan mánaðar frá fyrstu kynnum og samband þeirra er að mörgu leiti svipað og í Danny and the deep blue sea.
Jón Gunnar útskrifaðist frá Drama Centre London í vor og er ungur og upprennandi leikstjóri sem þegar hefur vakið athygli fyrir verk sín og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.
Það stafar hætta af þeim Nicolette Morrison og Matthew Hugget María Kristjáns Morgunblaðið 7. nóvember 2006.
Miðasala Austurbæjar opinn 13 17 alla daga
sími: 551 4700