Bandalag íslenskra leikfélaga og fræðsludeild Þjóðleikhússins bjóða höfundum, leikstjórum, listrænum hönnuðum og öðrum áhugasömum upp á námskeið um uppsetningu BAÐSTOFUNNAR eftir Hugleik Dagsson.

Námskeiðið er kærkomið tækifæri til að kynnast starfinu bak við tjöldin, skoða umgjörð, hugmyndavinnu, útfærslu og alla þá listrænu og tæknilegu vinnu sem liggur að baki leiksýningar.

Síðasti skráningardagur er 25. mars 2008.

Að baki BAÐSTOFUNNAR stendur hópur listamanna sem hefur unnið saman að nokkrum sýningum, Stefán Jónsson er leikstjóri, Ilmur Stefánsdóttir sér um leikmynd, Egill Ingibergsson um lýsingu, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir um búninga og hljómsveitin Flís um tónlist.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur sjái sýningu á BAÐSTOFUNNI föstudagskvöldið 28. mars nk. kl. 20. Laugardaginn 29. mars verður þátttakendum svo boðið í Kassann til kynningar og umræðna við listræna hönnuði, leikstjóra og leikara í sýningunni. Ráðgert er að dagskrá standi frá kl. 10–16 með tilheyrandi matar- og kaffihléum.

Þátttökugjald er kr. 10.000.- og er leikhúsmiði innifalinn.

Skráið ykkur gegnum netfangið info@leiklist.is eða í síma 5516974.

{mos_fb_discuss:3}