Leikfélag Hörgdæla æfir nú af fullum krafti leikritið Verksmiðjukrónikan eftir Stefaníu Elísabetu Hallbjörnsdóttur og Sögu Jónsdóttur. Leikritið gerist á Akureyri um 1940. Verkafólk á  verksmiðjunum stendur í verkfallsbaráttu, bretar eru komnir og miklar breytingar verða í bænum. Karlmenn eru uggandi yfir þeim áhrifum sem hermenn hafa  t.d. á ungu stúlkurnar og bretaþvottur er ekki öllum að skapi.

Um tuttugu leikarar taka þátt í sýningunni og margar skemmtilegar og sérstakar persónur líta þarna dagsins ljós. Leikritið byggir á ýmsum atburðum sem þær stöllur hafa lesið eða heyrt um en margt er fært í stílinn. Leikritið er ekki sagnfræðileg  heimild.  Frumsýning er áætluð  um miðjan október að Melum í Hörgársveit , leikstjóri er Saga Jónsdóttir.