.. en við erum alla vega ekki óheiðarlegir“

Fimmtudaginn 25. september frumsýnir Borgarleikhúsið verkið Kenneth Máni. Kenneth, sem er góðkunningi lögreglunnar og sló í gegn í Fangavaktinni, útskýrir lífið og tilveruna. Björn Thors fer á kostum í hlutverki Kenneth og er leikstjórn í höndum Bergs Þórs Ingólfssonar. Verkið sömdu Jóhann Ævar Grímsson, Saga Garðarsdóttir og Björn Thors.

Kenneth Máni Johnson, um tíma Ketill Máni Áslaugarson, vann fyrir Georg Bjarnfreðarson í Fangavaktinni. Kenneth er eilífðarfangi sem glímir við lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. En hann er alveg óhræddur við að segja áhorfendum frá þessu öllu saman og svara spurningum þeirra um “lívið og tilverunna”. Kenneth Máni og Bubbi Mortens, sem er sponsor Kenneths, fóru saman í stúdíó og tóku upp titillag sýningarinnar. 

Ekki fræðandi en mjög fyndið skemmtikvöld þar sem Kenneth Máni lætur dæluna ganga svo engar tvær sýningar eru eins.Byggt á samnefndri persónu úr sjónvarpsþáttaröðinni Fangavaktin eftir Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörund Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason. Unnið í samstarfi við Sagafilm.

Aðstandendur: Höfundar: Saga Garðarsdóttir, Jóhann Ævar Grímsson og Björn Thors | Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson | Leikmynd: Móeiður Helgadóttir | Búningar: Helga Rós Hannam | Lýsing&hljóð: Garðar Borgþórsson | | Leikari: Björn Thors