Nú fer starf Stúdentaleikhússins á haustönn að hefjast, og verður upphafsfundur haldinn mánudagskvöldið 12. september klukkan 20:00 í stofu 132 í Öskju. Þar geta allir sem einhvern áhuga hafa á að taka þátt í leiklist komið og kynnt sér hvað við ætlum að gera í haust. Mikilvægt er að allir sem vilja vera með í haust mæti á þennan fund. Áhugi á því að leika þarf ekki að vera skilyrði fyrir því að vera með okkur, því það vantar alltaf fólk í búninga-, leikmyndar-, tækni- og markaðsstörf.
Einnig má hafa samband við Erling í tölvupósti. Vekjum einnig athygli á vef Stúdentaleikhússins sem nú hefur fengið andlitslyftingu.
Myndin er úr einni af sýningum Stúdentaleikhússins frá síðasta leikári, Þú veist hvernig þetta er, en hún var valin athygliverðasta áhugaleiksýning síðasta leikárs af Þjóðleikhúsinu.