Halaleikhópurinn frumsýndi 5. febrúar sl. Sjöundá – Svartfugl Gunnars Gunnarssonar, nýja leikgerð eftir leikstjórann Ágústu Skúladóttur, Þorgeir Tryggvason og leikhópinn. Sýningin hefur vakið mikla athygli og fengið góða dóma. Nú hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningum laugardaginn 13. mars kl. 20.00 og sunnudaginn 14. mars kl. 17.00. Þegar er að verða fullt á fyrri sýninguna.

Verkið fjallar um eitt þekktasta sakamál Íslandssögunnar, morðin á Sjöundá og réttarhöldin yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur. Þeim var gefið að sök að hafa lagt á ráðin og banað mökum sínum. Tónlist og áhrifshljóð í verkinu eru samin af Einari Andréssyni og Einari Melax og er í lifandi flutningi spilað er á gömbu, steinaspil, ferðaharmoníum og borðhörpu.

Sýnt er í Halanum Hátúni 12, 105 Reykjavík. Gengið inn að norðanverðu.

Miðasala er í síma 897-5007 og á midi@halaleikhopurinn.is Allar nánari upplýsingar er að finna á vef félagsins www.halaleikhopurinn.is þar má finna slóðir á umsagnir um sýninguna.

{mos_fb_discuss:2}