Þann 11. febrúar næstkomandi kl. 13 verður leikritið Baunagrasið frumsýnt á Litla sviðinu. Gói og Þröstur opna dyr leikhússins upp á gátt fyrir öllum landsmönnum, ungum sem öldnum og ferðast um töfraheim ævintýranna. Á ferðalaginu nýta þeir til hins ýtrasta leik, söng og dans og bregða sér í allra kvikinda líki í anda furðusagnanna. Fyrst komu Eldfærin – nú er það Baunagrasið. Eldfærin hlutu tvær tilnefningar til Grímunnar á síðasta ári, sem áhorfendasýning ársins og barnasýning ársins.

Gói og Þröstur halda nú áfram að kafa í gömlu ævintýrin og blása í þau nýju lífi á leiksviðinu. Risinn, gamla konan, fallega ríka stelpan, sjálfspilandi harpan, hænan sem verpir gulleggjum og allir þorpsbúarnir mæta til leiks á Litla sviði Borgarleikhússins. Gói leikur Jóa og Þröstur sér um rest.

Leikgerðina gerði Guðjón Davíð Karlsson, leikmynd og búninga hannaði Rannveig Eva Karlsdóttir og ljós Kjartan Þórisson. Tónlistin sömdu Vignir Þór Vigfússson og Guðjón Davíð Karlsson.

{mos_fb_discuss:2}