ImageJæja, Gríman verður veitt á morgun í Borgarleikhúsinu. Það er nú alltaf gaman. Fór að gamni í gegnum tilnefningarnar og spáði í spilin, hverja ég teldi myndu vinna, hverra ég sakna úr tilnefningalistunum og hverjir eru þar ómaklega að mínu mati. Sá auðvitað ekki allt, og er sérvitur mjög, svo það verður að taka þessu þannig. Svo hef ég líka mismikið vit á tæknigreinunum, og eftir því misskýrar skoðanir. Svo gildir auðvitað hin klassíska ædóltugga að þetta er mitt álit og þarf á engan hátt að endurspegla val akademíunnar, sem aftur er væntanlega víðsfjarri áliti þjóðarinnar.

Svona hefst pistil Varríusar sem bloggar um Grímuna. Lesið álit hans hér.