Frestur til að skila umsóknum um ríkisstyrk er 10. júní næstkomandi. 

Við hvetjum aðildarfélögin til að nota tækifærið í veirufríinu og ganga sem fyrst frá umsóknum. Innskráning er á forsíðu Leiklistarvefsins. Ef lykilorð er týnt er hægt að fá nýtt sent með því að smella á tengilinn fyrir neðan. Ef netfang er gleymt, sendið póst á info@leiklist.is. 

Einnig er upplagt að hlaða sem fyrst upp upptökum af sýningum. Hér er að finna leiðbeiningar fyrir þau félög sem eru með Vimeo-aðganginn:
https://leiklist.is/wp-content/uploads/2020/03/Vimeo_ferli.pdf

Dæmi er um að félög hafi þurft að hætta sýningum áður en hægt var að taka hana upp. Þau sem þannig er ástatt hjá eru beðin um að senda inn skýringu með umsókn. Gert er ráð fyrir að upptöku verði skilað ef og þegar sýning er tekin upp að nýju. Hafið samband við Þjónustumiðstöð ef einhver álitamál eru.