Leikfélagið Hugleikur gerir ekki endasleppt í vetur. Sýningum er nýlokið á "Eplum og eikum" eftir Þórunni Guðmundsdóttur, sýningar standa yfir á "Bingó" eftir Hrefnu Friðriksdóttur í samstarfi við Leikfélag Kópavogs, og nú sýnir félagið fjóra nýja einþáttunga í Þjóðleikhúskjallaranum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hugleikur sýnir í kjallaranum, félagið hefur verið með reglulegar dagskrár þar síðustu tvö árin undir yfirskriftinni "Þetta mánaðarlega".

Þættirnir sem sýndir verða að þessu sinni eru:

Fyrir eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Kristínar Nönnu Vilhelmsdóttur
Eigin raun eftir Sigurð H. Pálsson í leikstjórn Þórunnar Guðmundsdóttur
Þriðjudagskvöld eftir Þórunni Guðmundsdóttur í leikstjórn Rúnars Lund
Þriðji dagurinn eftir Sigurð H. Pálsson í leikstjórn leikhópsins, en sá þáttur er sjálfstætt framhald einþáttungsins Hannyrðir sem fékk önnur verðlaun á stuttverkahátíðinni Margt smátt í fyrra.

Auk þessara fjögurra nýju leikþátta verða leiklesin valin atriði úr nokkrum leikrita Hugleiks frá fyrstu árum félagsins.

Dagskráin verður aðeins sýnd tvisvar, sunnudaginn 22. apríl og fimmtudaginn 26. apríl.
Húsið opnar kl. 20:30 og sýningar hefjast kl. 21:00.
Miðaverð er 1000 kr.

{mos_fb_discuss:2}