Stjórnarfundur: 02/11/2019 kl. 11:00  Staður: Þjónustumiðstöð

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Gísli Björn Heimisson, Sigríður Hafsteinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj., Anna María Hjálmarsdóttir, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Jónheiður Ísleifsdóttir


Fundargerð:

 1. Ný sviðslistalög.
  Erindi frá leikstjórafélaginu sem spyr hvort við séum ekki örugglega á því að fara fram á að úthlutun verði enn í okkar höndum. Þurfum að senda inn ítrekun á athugasemdum okkar. Framkv.stj. tekur saman og sendir stjórn til umsagnar. 
 2. Aðalfundur og leiklistarhátíð 2020
  Enn verið að skoða staðsetningu. Leikfélag Selfoss er tilbúið að sjá um viðburðinn. Aðrir valkostir eru Hveragerði og Leikf. Keflavíkur hefur ekki enn sagt þvert nei. Ólöf er að skoða ýmsa möguleika í Reykjanesbæ og einnig Hótel Glym. Ólöf kannar áfram.
 3. Leiklistarskólinn – skýrsla frá fundi skólanefndar kynnt. Skólinn verður haldinn 13. -21 júní á næsta ári.
 4. Fjárhagsstaðan. Staðan sennilega ekki verri en í fyrra en auðvitað allt í járnum eins og venjulega. Sala í verslun frá áramótum er um 2.2. millj. en var 2.8 á sama tíma á síðasta ári.
 5. Fósturfélögin. Upp og ofan hvort stjórnarmenn hafa talað við fósturfélög. Stjórnarmenn munu leggjast í símtöl á næstunni.
 6. Hörður sendi póst á Arnfríði hjá M.málaráðuneytinu vegna rekstrarsamnings 21. okt. Ekkert svar hefur borist. Fr.kv.stjóri fylgir eftir með símtali eftir helgi.
 7. Ólöf stakk upp á að í næsta félagapósti minnist fr.kv. stjóri á afslátt milli félaganna á sýningar.
 8. Leiklistarhátíð rædd. Þurfum að festa kröfur t.d. um tímalengd. Stungið upp á að hafa tímarammann 10-25 mín.

Fleira ekki gert. Fundargerð ritaði Hörður.