Stjórnarfundur: 29.06.2019 kl. 11:00  Staður: Kleppsmýrarvegur 8

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Gísli Björn Heimisson, Hörður Sigurðarson, frkv.stj., Anna María Hjálmarsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir, Jónheiður Ísleifsdóttir


Fundargerð:

  1. Guðfinna sagði frá fundinum með Lilju ráðherra. Við komum því á framfæri að við þurfum 9 milljónir til að halda sjó. Virtist koma ráðherra á óvart að ekki væri nein hækkun á döfinni hjá okkur. Miðað við óbreytt samningsdrög munum við ekki hafa fengið neina hækkun í sex ár í lok samnings. Við þurfum að sækja um í skúffusjóð ráðherra fyrir haustið. Við gerum okkur vonir um að einhver hækkun komi inn á samningstímanum.
  2. Drög að samningi. Hörður gerir tillögu að breytingum og setur inn á Facebook hópinn.
  3. Fjárhagsstaðan er erfið. Lítur út fyrir sjóðsþurrð í enda mánaðarins.
  4. Erindi Leikfélags Sauðárkróks. Þau spyrja hvort möguleiki sé á að finna aðra dagsetningu fyrir aðalfund. Þau hafa ekki komið á aðalfund í mörg ár þar sem hann rekst alltaf á við Sæluviku. Stjórn sýnir erindinu skilning en rökin fyrir tímasetningunni eru mörg t.d. að gistikostnaður fer hækkandi eftir því sem nær dregur sumri. Stjórn samþykkir að taka málið til umræðu á næsta aðalfundi Bandalagsins.
    Einnig spyr LS hvort hægt sé að lengja frest vegna Athyglisverðustu áhugaleiksýningarinnar. Sú tímasetning er hinsvegar alfarið á hendi Þjóðleikhússins.
  5. Úthlutun:
    Niðurstöður úthlutunar:
    Alls bárust umsóknir frá 31 félagi vegna 81 leiksýningar og leikþátta, 27 námskeiða og 36 nemenda í Leiklistarskóla Bandalags ísl. leikfélaga.
    Niðurstaða úthlutunar er að styrkur fyrir leiksýningu 80 mín. eða lengri er 361.614 kr. Styrkur á mínútu er 4.520 kr. Frumflutningsálag (30%) er 108.484 kr. og álag fyrir sérstakt frumkvæði (20%) er 72.323 kr. Styrkur er veittur vegna 79 leiksýninga- og þátta, 18 námskeiða og 36 nemenda í Leiklistarskóla Bandalags ísl. leikfélaga. Frumflutt verk voru 40 talsins. 10 verk fengu frumkvæðisálag.

    Leikfélag Sólheima – Frumkvæðisstyrkur Fyrir Leitina að sumrinu samþykktur vegna frumsaminnar tónlistar.
    Leikfélag Sauðárkróks – Frumkvæðisstyrkur fyrir Fylgd samþykktur vegna frumsaminnar tónlistar.
    Leikfélag Selfoss – Frumkvæðisstyrkur fyrir Á vit ævintýranna samþykktur  vegna frumsaminnar tónlistar.
    Leikflokkur Húnaþings vestra – Frumkvæðisstyrkur fyrir Hárið samþykktur vegna vals Þjóðleikhússins á sýningunni sem Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins.
    Leikfélag Hólmavíkur – Frumkvæðisstyrk fyrir Strandanornir hafnað.
    Hugleikur – Frumkvæðisstyrkur fyrir Barinn, Auði, Þögning er góð, Leigjendurna, Gilitrutt, Ár og öld samþykktur vegna frumsaminnar tónlistar. Frumkvæðisstyrk vegna Hringrásar, Veðurs, Anda og efnisbanda, AMOC, Sláturgerðar, Hnyklavalda, Fyrir ykkur, Stjórnlauss ævintýris, Hvað gerðist í Hamborg, 1. 2. 3. og 4. hluta hafnað.
    Leikfélagið Grímnir – Frumkvæðisstyrk fyrir Blóðsystur hafnað.

  6. Rætt lauslega um skólann í sumar
  7. Staðan varðandi næsta aðalfund kynnt. Ólöf er að vinna í að fá mál á hreint með Leikfélagi Keflavíkur.
  8. Önnur mál:
    Framkvæmdastjóri skýrði frá fyrirhuguðum frídögum í sumar. Samþykkt að breyta föstum opnunartíma í sumar í 9.00-12.00.

Fundargerð ritaði: Hörður