Skólanefndarfundur: 16.11.2021
Staður: Kleppsmýrarvegur 8
Fundarmenn:
Dýrleif Jónsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Hrund Ólafsdóttir, Hörður Sigurðarson
Fundargerð:
- Farið yfir könnun meðal nemanda síðasta árs. Nær eingöngu jákvæðar niðurstöður, Einn merkti við „Í lagi“ við eitt atriði (loftleysi) en í öllum öðrum völdu nemendur „Gott“ eða „Mjög gott.“
- Námskeið næsta árs:
Ákveðið að athuga hvort Vala getur/vill koma aftur með Leikstjórn II.
Einnig athuga hvort Ólafur getur/vill vera með Leiklist I.
Rætt um að hafa sérnámskeið fyrir leikara. Hugmynd um að fá Ágústu Skúla til að vera með „Hvernig segirðu sögu?“ Ef Ágústa er ekki tiltæk, rætt að fá Rúnar aftur með svipað námskeið og hann var með með 2011.
Möguleiki á Höfundum í heimsókn. Rætt um möguleika á að fá erindi frá t.d. dramatúrg Þjóðleikhússsins jafnvel með aðkomu leikskálds/leikstjóra. - Framkvæmdastjóri heyrir í ofangreindum.
Fleira ekki gert. Fundargerð ritaði: Hörður