Skólanefndarfundur: 23/02/2021 
Staður: Þjónustumiðstöð

Fundarmenn:

Dýrleif Jónsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Herdís Þorgeirsdóttir, Hörður Sigurðarson

Fundargerð:

Dagskrá:

  1. Af þeim sem sóttu um í skólann í fyrra hafa 8 greitt fullt staðfestingargjald , 16 hálft. staðfestingargjald (15.000 kr.). Aðrir fengu endurgreitt. 
  2. Leikstjórn I – Vantar kennara eftir að Árni þurfti að draga sig út. Nefnd eru Sigurður Líndal Þórisson og Vala Fannell. Hörður heyrir í Völu sem fyrsta valkosti. Ef hún segir nei heyrir Hörður í Sigurði og aflar upplýsinga um hann án ábyrgðar. Erling Jóhannesson og Sigrúnu Valbergs bar einnig á góma.
  3. Vantar kennara á Leiklist II eftir að í ljós kom að Aðalbjörg er úti og mjög óvíst með Hannes. Erum einnig að bíða eftir svari frá Bjarna Snæbjörnssyni sem kemur í næstu viku. Nafn Árna Péturs einnig nefnt.
  4. Skólanefnd sendir kisunni hans Gísla hugheilar ástarkveðjur.

Fundargerð ritaði Hörður