Skólanefndarfundur: 29.05.2025 
Staður: Kleppsmýrarvegur 8

Fundarmenn:

Hrefna Friðriksdóttir, Gísli Björn Heimisson, Hörður Sigurðarson, Jónheiður Ísleifsdóttir, F.Elli Hafliðason, Guðfinna Gunnarsdóttir

Fundargerð:

Mættir kennarar:Gríma og Ágústa

Elli byrjar á að kynna Reyki fyrir Grímu.
Rætt um rými. Nóg af rýmum fyrst það eru bara þrjú námskeið. Ágústa verður í íþróttasal en hún og Gríma ræða saman ef þær vilja skipta á rýmum þegar líður á námskeið.
Gríma – Hörður ætlar að græja fleka og stöng fyrir Grímu. Ágústa fær drapperingar í salinn og prik og bolta. Gríma gerir trúðanef.
Kennararnir verða í íbúðinni – Kalli og Ágústa í stóra herberginu. Tala við Sigga um rúmföt fyrir kennara. Gríma fær hitt herbergið.
Árétta lök og sængurver og koddaver – allir aðrir en kennarar og skólastýri koma með sitt eigið.
Biðja fólk að koma með búninga til að leika í – tala við félögin. Fanney, Jóhanna, Anna Margrét.
Rætt um morgunleikfimi og mörk. Passa upp á þetta en muna samt að við erum í leiklist. Eldri nemendur sem gætu tekið morgunleikfimi til að létta undir með kennurunum.
Rætt um format dagsins. Matar og kaffitíma. Karókíkvöld og annað organískt.
Rætt um mat – salatbar og súpa – túnfiskur, egg, hnetur – hreinni matur fiskur, fiskibollur. Sendum lista til Gísla og Sigga. Bæði með nöfnum og sérþörfum og hugmyndum að léttari mat td. Hafa alltaf salatbar með próteini amk í hádegi, helst líka með kvöldmat. Egg með morgunmat. – Hörður sendir á Sigurð
Rætt um opnum sundlaugar – athuga hvort einhver er tilbúin að taka það að sér – opna kl 7.
Minna nemendur á að taka með sér inniskó.
Senda út póst hálfum mánuði fyrir skóla um að fólk láti vita ef það eru einhver sérstök heilsufars vandamál sem þarf að taka tillit til.
Senda Grímu dagskránna – dagarnir og einn dagur – Elli og Jónheiður
Rætt um fellihýsi – athuga hvort það þarf rafmagn – ræða við Sigga – Jónheiður og Elli
Rætt um að festa tíma fyrir næstu ár – allavega festa tíma fyrir næsta ár eins fljótt og við getum – ekki hægt að ýta okkur lengra inn í sumarið.
Spurning hvort við getum gert eitthvað sérstakt fyrir nemendur fyrir þann auka pening sem verður til við sérherbergin. Óvissuferð? Ferð á veitingastað? Rúta? Veitingavagn? Ísbíllinn? Betri matur? Hörður kannar málið á stöðunum í kring. Hafa samband við leikflokk Húnaþings vestra eða brúðuleikhúsið um einhvern flöt á samstarfi í kringum skólann, rúta – Elli og Jónheiður heyra í Arnari.

Fundargerð ritaði Jónheiður