Skólanefndarfundur: 07.01.2025 
Staður: Þjónustumiðstöð

Fundarmenn:

Hrefna Friðriksdóttir, Gísli Björn Heimisson, Hörður Sigurðarson, Jónheiður Ísleifsdóttir, F.Elli Hafliðason, Guðfinna Gunnarsdóttir

Fundargerð:

1.       Förðunarnámskeið
Ásta hefur ekki svarað síðasta pósti frá Herði.
Grímnir, Leikfélag Laxdæla og Leikfélag Rangæinga hefur áhuga á að senda tvo.
Það datt inn kona í leikhúsbúðina sem heitir Tinna Ingimarsdóttir sem hefur verið að vinna við kvikmyndir og leikhús . Líka möguleiki að heyra í Rannveigu – spurning um að heyra í henni með Tinnu.

1.       Gera úrslitatilraun til að ná í Ástu (Hörður).
2.       Heyra í Rannveigu (Hörður)
3.       Heyra í Tinnu Ingimars

Skipulag rætt – frá hádegi á laugardegi til sunnudags eftirhádegi á laugardegi og fyrirhádegi á sunnudegi.
Tímasetning – óska dagsetning væri í byrjun febrúar.
Spurning um húsnæði – minnst á Halaleikhópinn, kjallarann á Gamla bíó – spurning hvort það er hægt að fá hann lánaðan – það er stelpa sem er að vinna þar sem er tengd Hugleik. Einnig kom upp hugmynd um að vera í leikhúsinu í Mosfellssveit. Væri möguleiki að vera í Kópavogi þegar sýningar eru hafnar í febrúar.

2.       Námskeið í skólanum 2025

Karl Ágúst og Ágústa eru til í að koma aftur 2025 og kenna Leiklist II og Leikritun II.
Leikritun II – sjálfstæð vinna við þína eigin hugmynd.
Leiklist II – hefðbundið námskeið
Sérnámskeið fyrir leikara – hugmyndir
1.       Gríma / Annar trúðakennari? – Trúðanámskeið (Elli) – athuga fjölda á námskeið
2.       Þorsteinn Bachmann (Elli) / Ólafur Ásgeirsson  – Michael Checkoff
3.       Rúnar – Grotowski eða eitthvað annað

Það má gefa út dagsetningar strax – en geyma að gefa út námskeið þangað til það er kominn niðurstaða.
Framtíðin
Gísli stingur upp á að taka pásu á Leiklist I á næsta ári og hafa Grotowski námskeið í íþróttasalnum.
Engar ákvarðanir teknar.

3.       Skipulag skráninga í skólann
Forgangur þarf að vera mjög skýr í bæklingnum – þeir sem hafa tekið leiklist I hafa forgang á leiklist II. Sama með leikritun II og þeir sem hafa tekið leiklist I og II hafa forgang á sérnámskeið.
Umræða um hvenær fólk fær svör – ákveðið var að fylgja eftirfarandi dagsetningum:

1. mars – Skráningar hefjast
21. Mars – Hörður sendir samantekt á vafaatriðum
1. Apríl – Umsóknarfrestur rennur út  og við höldum fund miðvikudaginn 2. Apríl Kl. 17:15

Fundargerð ritaði Jónheiður