Skólanefndarfundur: 07.02.2024
Staður: Zoom
Fundarmenn:
Hrefna Friðriksdóttir, Hörður Sigurðarson, Jónheiður Ísleifsdóttir, F.Elli Hafliðason, Guðfinna Gunnarsdóttir
Fundargerð:
Fundur settur.
- Tilboð komið frá Sigurði upp á 73.000 kr. á mann. Fyrsta boð var 75.000 en tókst að fá hann til að lækka ögn. Hörður heyrir í Sigurði og áréttar að fólk mætir að kvöldi 14. júní. Skólastýri heyra beint í honum með praktísk mál.
- Sérnámskeið fyrir leikara: Fimm sortir með Rúnari. Leiklist I og II ganga fyrir. Annars fyrstur kemur, fyrstur fær. Ath. hver er hámarksfjöldi skvt. Rúnari.
- Leikritun með Karli Ágústi. Ath lág- og hámarksfjölda.
- Leiklist I með Ágústu Skúla. Ath, hámarksfjölda, allt að 18.
- Höfundar í heimsókn. Ákveðið að bjóða upp á 4 pláss (til að byrja með a.m.k.). Verða 6 ef gengur ekki upp með námskeið hjá Jennýju.
- Námskeið 4? – Leikstjórn IV með Jennýju Láru. Spurning hvort næg eftirspurn verður. Þarf að spyrja Jennýju hvort hún sé til í að opna á þátttöku frá fólki sem ekki hefur verið á fyrri námskeiðum hennar. Auk þess að vera viðbúin því að ekki verði næg þátttaka. Auk þess hver þyrfti að vera lágmarksfjöldi að hennar mati. Hörður heyrir í henni og lætur nefndina vita sem fyrst.
- Stefnt að því að opna fyrir fyri skráninguar 1. mars.
- Skólastýri endurskoða textann fyrir Höfunda í heimsókn og senda uppfærðan texta á Hörð.
- Hörður auglýsir tímasetningar skólans sem fyrst.
Fundargerð ritaði Hörður


