Skólanefndarfundur: 02.12.2022 
Staður: Kleppsmýrarvegur 8

Fundarmenn:

Dýrleif Jónsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Gísli Björn Heimisson, Hörður Sigurðarson, Jónheiður Ísleifsdóttir, F.Elli Hafliðason

Fundargerð:

Fyrsti fundar nýskipaðrar skólanefndar. Formaður BÍL, Guðfinna Gunnarsdóttir situr fundinn.

  1. F. Elli Hafliðason skipaður formaður skólanefndar.
  2. Staðsetning skólans. Nefndin ásamt formanni og framkvæmdastjóra BÍL fóru í vettvangsferð að Laugum í Sælingsdal. Leist vel á aðstæður heilt. Ýmislegt þarf að gera í aðgengismálum en staðarhaldarar fullvissuðu okkur um að þau mál yrðu leyst. Að því gefnu að komið verði á móts við athugasemdir um aðgengi og rúmafjölda og miðað við að verð verði á svipuðu róli og á Reykjum, hefur verið óskað eftir staðnum fyrir skólann 16. – 25. júní 2023.
  3. Námskeið næsta sumar:
    1. Leiklist II. Ræða við Ólaf um framhald.
    2. Leikstjórn III. Ræða við Jennýju um framhald.
    3. Sérnámskeið.  Heyra í Bjarna Snæbjörnssyni og hlera hvort hann sé með eitthvað í pokahorninu sem gott sérnámskeið.  Langtímaplan að heyra í Rúnari með Fimm aðferðir 2024.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð ritaði Hörður