Leikfélagið Blönduóss hefur unnið markvisst að endurreisn félagins undanfarin ár og má segja að félagið sé að komast á frábært skrið núna. Leikfélagið setur nú á svið barnasýninguna Ferðina á Heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stór og flottur leikhópur á öllum aldri tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum.
Ferðin á heimsenda er barnaleikrit sem fjallar um ferðalagið á Heimsenda með verndargripinn geislaglóð sem þarf að fylla af sólarorku svo ekki fari illa fyrir álfaheiminum. Leikritið er fullt af ævintýralegum persónum, álfum, galdrakall, ömmu og hetjum. Verkið er sérstaklega skapað fyrir börn og til að börn geti notið þess að vera í leikhúsi og hentar allri fjölskyldunni.
Leikfélagið lofar skemmtilegri sýningu og vonast til að sjá sem flesta!
Sýnt verður í Félagsheimilinu á Blönduósi sem hér segir:
Fimmtudagur 3.apríl kl: 19:00 – frumsýning
Föstudagur 4.apríl kl: 20:00 – 2. sýning
Sunnudagur 6.apríl kl: 14:00 – 3. sýning
Þriðjudagur 8.apríl kl: 17:00 – 4.sýning
Miðasala er á leikfelagblonduoss@gmail.com eða í símum milli kl: 16:00-20:00:
Erla – 825 1133
Eva – 695 9168