Author: lensherra

Blóðberg í Loftkastalanum

Stúdentaleikhúsið frumsýndi fyrir skömmu leikritið Blóðberg sem byggt er á hinni þekktu kvikmynd Magnolia. Útsendari okkar leit á sýningu og hefur ritað um upplifun sína. Stúdentaleikhúsið Blóðberg eftir P.T. Andersson Leikstjóri Agnar Jón Egilsson Sýnt í Loftkastalanum Sýning Stúdentaleikhússins Blóðberg er byggð á kvikmyndinni Magnolia sem vakti allnokkra athygli fyrir nokkrum árum. Myndin var byggð upp með nokkrum sögum af fólki sem tengdist með einum eða öðrum hætti. Gegnumgangandi voru misheppnuð sambönd þessa fólks, brostnar vonir og eftirsjá vegna þess sem miður hefur farið í lífi þess, oftar en ekki af þeirra eigin völdum. Ekki er að sjá að...

Read More

Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir

Fjórir einþáttungar verða á fjölunum hjá  Leikfélagi Mosfellsssveitar föstudaginn 11. nóvember. Ekki einungis eru þættirnir heimasmíðaðir heldur er leikstjórn einnig í höndum heimamanna. Fjórir einþáttungar verða á fjölunum hjá  Leikfélagi Mosfellsssveitar föstudaginn 11. nóvember. Ekki einungis eru þættirnir heimasmíðaðir heldur er leikstjórn einnig í höndum heimamanna. Einþáttungarnir eru Húð og hitt og Það er frítt að tala í GSM hjá Guði eftir Pétur R. Pétursson og Það verður að stoppa þennan mann og Einn dag í einu sem báðir eru eftir Lárus H. Jónsson. Leikstjórar eru Harpa Svavarsdóttir, Ólafur Haraldsson og Ólöf A. Þórðardóttir.   Leikarar í þáttunum eru...

Read More

Hugleikur í Leikhúskjallaranum

Hugleikur býður upp á blandaða skemmtidagskrá í Leikhúskjallaranum föstudags- og laugardagskvöld, 11. og 12 nóvember undir nafninu Þetta mánaðarlega, en félagið verður með mánaðarlegar skemmtanir þar í vetur. Að vanda verða nýir frumsamdir einþáttungar á efnisskránni. Sævar Sigurgeirsson er höfundur þáttarins Bara innihaldið þar sem skopast er með skemmtanamynstur miðaldra Íslendinga. Sævar er einn af öflugustu höfundum félagsins og þátturinn lenti í þriðja sæti í einþáttungasamkeppni Leiklistarvefsins leiklist.is 2002. Vinnan göfgar nefnist þáttur eftir Júlíu Hannam sem hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir spennandi tök á stuttverkaforminu. Þessi þáttur fjallar um að því er virðist hversdagslega starfskynningu en tekur fyrr en varir óvænta stefnu. Tónlist hefur löngum verið áberandi í verkum Hugleiks og fjölmörg tónskáld og flytjendur innan raða félagsins. Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir er skipuð gamalgrónum hugleiksmönnum, þeim Ármanni Guðmundssyni, Sævari Sigurgeirssyni og Þorgeiri Tryggvasyni. Tónlist þeirra þykir sérkennileg mjög og tónleikar fátíðir. Hér gefst tækifæri til að hlýða á þetta einkennilega band. Félagið hefur nýlokið upptökum á tónlist næsta stórverkefnis, sem er söngleikjagerð á A Christmas Carol eftir Charles Dickens. Dagskránni lýkur með sýnishornum úr tónlist verksins, en höfundar hennar eru Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason. Þetta mánaðarlega hefst kl. 22.00. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Meðfylgjandi mynd er úr einþáttungadagskrá Hugleiks í...

Read More

Nýbreytni hjá Þjóðleikhúsinu

Á þriðja þúsund manns sóttu sýningar Þjóðleikhússins um helgina. Uppselt var á nánast allar sýningar, t.a.m. sáu tæplega 1000 manns Halldór í Hollywood á Stóra sviðinu. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í Þjóðleikhúsinu að sýna leiksýningar á verkefnaskrá leikhússins aðeins í takmarkaðan tíma, en sýna hins vegar þeim mun þéttar þann tíma sem þær eru í sýningu. Fyrsta sýningin á Stóra sviðinu sem sýnd hefur verið með þessum hætti er Halldór í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sú sýning hefur verið sýnd að jafnaði þrjú til fjögur kvöld í viku, frá frumsýningu 14. október sl. Sýningum lýkur fyrir jól og Halldór í Hollywood víkur fyrir nýrri sýningu, Túskildingsóperunni eftir Kurt Weill og Bertholt Brecht. Þetta sýningarfyrirkomulag er vel þekkt í evrópskum leikhúsum, enda viðurkennt að mun hægara er fyrir sviðslistamenn að ná  öruggum tökum á hlutverkum sínum þegar sýnt er ört en þegar sýningar eru með löngu millibili. Ávinningurinn af þessu nýja sýningarfyrirkomulagi er umtalsverður, ekki einungis í listrænu tilliti heldur einnig rekstrarlegu, meðal annars vegna þess að ekki þarf að skipta um leikmyndir um nætur og helgar, og kostnaður við sýningar er minni þegar sýnt er þétt í afmarkaðan tíma. Með hinu nýja sýningarfyrirkomulagi skapast aukið fjárhagslegt svigrúm, sem leikhúsið getur nýtt  til annarra þarfa. Við vonum svo sannarlega að leikhúsgestir taki vel í þetta nýja fyrirkomulag og dragi það ekki að tryggja sér sæti í Þjóðleikhúsinu....

Read More

Frumsýning í Vestmannaeyjum

12 nóvember nk. er frumsýning hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Leikritið Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson varð fyrir valinu í þetta sinn. Jón Ingi Hákonarson leikstýrir ásamt konu sinni Laufeyju Brá Jónsdóttur sem einnig sér um leikmynda- og búningahönnun.   Skilaboðaskjóðan fjallar um Putta litla sem er rænt úr ævintýraskóginum. Maddamamma og dvergarnir reyna síðan allt hvað þeir geta til að koma Putta til bjargar. Inn í leikritið fléttast fjölmargar ævintýrapersónur. Leikarar eru 23 talsins og fjölmargir ungir og efnilegir að stíga sín fyrstu skref.    Sýningar verða sem hér segir: Frumsýning lau. 12. nóv.  kl. 16:00 2. sýning sun. 13. nóv. 3. sýning lau. 19. nóv. 4. sýning sun. 20. nóv. 5. sýning lau. 26. nóv. 6. sýning sun. 27. nóv. 7. sýning lau.  3. des. 8. sýning sun. 4. des. Allar sýningar eru dagsýningar og tímasetning er auglýst í bæjarblöðum. Miðaverð er 1800 kr. fyrir fullorðna og 1500 kr. fyrir börn Miðapantanir eru í síma 481-1940. Sýnt er í Bæjarleikhúsinu. MUNIÐ...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed

Vörur