Námskeið hjá Halaleikhópnum
Halaleikhópurinn hefur fengið Ármann Guðmundsson til liðs við sig og ætlar í samstarfi við hann að skella á fót 20 klukkustunda leiklistarnámskeiði. Kennt verður í tvær stundir í senn og reynt að kenna 4 stundir um helgar. Fyrsta kvöldið verður haldið 8. nóvember klukkan 19:00. Á þeim fundi mun Ármann fara yfir framhaldið og finna út hvaða tími hentar flestum. Námskeiðið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna. Tilvalið að byrja í leikhópnum með því að fara á þetta námskeið! Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta hringt í síma 552-9188 eða sent tölvupóst á hannagull@simnet.is Námskeiðið verður haldið í okkar litla og notalega leikhúsi sem við nefnum „Halann“ og er staðsett í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, gengið inn að norðanverðu. Af hverju Halaleikhópurinn? Fyrir tólf árum síðan hittust nokkrir aðilar og ræddu sín á milli að það væri ótækt að fatlaðir einstaklingar gætu ekki fengið útrás á leiksviðinu. Fengið stór og góð hlutverk, eins og t.d. Hamlet, Kerlinguna í Gullna Hliðinu, Andreévnu í Kirsuberjagarðinum, Makka Hníf í Túskildingsóperunni svo dæmi séu tekin. Upp úr þessum hugleiðingum varð Halaleikhópurinn stofnaður árið 1992. Strax í upphafi var ákveðið að kjörorð hópsins væri „leiklist fyrir alla“ og hefur hann síðan starfað á þeim forsendum. Hver og einn, fatlaður sem ófatlaður hefur jafna möguleika innann hópsins. Allir velkomnir! Fjölbreyttur hópur Þar sem Halinn er samansettur af ólíkum einstaklingum verður fjölbreytnin meiri...
Read More