Frumsýning í Hveragerði
Ástir liggja til allra átta – kramin hjörtu? Leikfélag Hveragerðis verður með kaffileikhús í nóvember í húsi félagsins, Völundi við Austurmörk. Frumsýning verður laugardaginn 19. nóvember kl 20.30. Sýndir verða þrír einþáttungar: Bara innihaldið og Á sama bekk eftir hugleikarann Sævar Sigurgeirsson og Afturelding eftir annan hugleikara, Þórunni Guðmundsdóttur. Alls fara 7 leikarar með 9 hlutverk í þáttunum og er leikstjóri Sigurður Blöndal. Sýningar eru sem hér segir: 2. sýning sunnudag 20. nóvember 3. sýning miðvikudag 23. nóvember 4. sýning föstudag 25. nóvember 5. sýning sunnudag 27. nóvember Allar sýningar hefjast kl 20.30 en húsið opnar kl 20:00. Miðapantanir eru í síma 483-4727. Miðaverð er kr. 1500, fyrir ellilífeyriþega/öryrkja/hópa kr....
Read More