Netfang: labloki@mmedia.is / S. 6944249 / Ítarleg ferilskrá á PDF

Rúnar nam upphaflega leiklist í Danmörku (Cafe Teaterets Dramaskole 1976-79) og starfaði þar sem leikari um árabil, með ýmsum leikhópum, t.d. Kröku, Second Storey Dance Theatre, Billedstofteatret, o.fl.

Frekari þjálfun hlaut hann m.a. hjá Odin leikhúsinu í Holsterbro, hjá leikhópi Jerzy Grotowskis í Wroclaw í Póllandi, Dario Fo á Ítalíu, Jury Alschitz í Kaupmannahöfn og víðar, og Anatoly Vasiliev í Moskvu. Hann hefur einnig stundað þjálfun í Suzuki- og Viewpoints tækni hjá J. Ed Arisona og Emely Laureen hjá S.I.T.I Company, New York.
Rúnar lauk MA og MPhil gráðum í leiklistarfræðum og leikstjórn frá De Montfort háskólanum í Leicester á Englandi og hefur lokið fyrri hluta doktorsnáms í fræðunum.
Hann hefur leikstýrt fjölda leiksýninga hérlendis og erlendis og fengist við leiklistarkennslu og þjálfun leikara víða í Evrópu.
Rúnar var fyrsti prófessor í leiktúlkun við Listaháskóla Íslands.

Hann hefur rekið leiksmiðjuna, Lab Loka síðan 1992, stjórnað þjálfun hópsins og stýrt flestum verkefnum hans hérlendis og erlendis, t.d. “Heima er best”, “Streymi ´93” , “Ragnarök 2002”, „Steinar í djúpinu“, „Ufsagrýlur“ „Svikarinn“, „Hvörf“ „Stóru börnin“, „Endastöð – Upphaf“, Marat/Sade og „…..og hvað með það?“ á Íslandi.
„Etudes“, “Amlodi´s Journey”, “Nine Changes of the Watery Star”, “A Midwinter´s Nightmare”, “Nits, Tits and Naughty Bits” og “Woyzeck” á Englandi og „Aurora Borealis“ á veraldarvefnum.
Rúnar hefur samið nokkur leikverk, ýmist einn eða í samvinnu við aðra. Þau hafa öll verið sviðsett og sum gefin út í litlum upplögum t.d.:
„…..og hvað með það?“ Lab Loki 2024, Endastöð – Upphaf, Lab Loki 2016, Hvörf, Lab Loki 2013, Svikarinn, Lab Loki 2011, Steinar í djúpinu, Lab Loki, Rvk. 2008. Ragnarök 2002, Lab Loki, Rvk. 2002, Amlodi´s Journey, Lab Loki, Leicester, 1997. Etudes, Lab Loki, Leicester, 1996, Ljóð drepa, Leiksmiðja Reykjavíkur, 1995. Frá kyrrstöðu til hagvaxtar, Leiksmiðja Reykjavíkur, 1994, Blóð og drulla, Rvk. 1993, Streymi ´93, Lab Loki 1993, Heima er best, Lab Loki 1993, Engin mjólk, ekkert sykur, L.L. 1985 Ætt í óðindælu, Leiksmiðjan Ringulreið. 1983
Hann hefur auk þess fengist við ýmis konar tilraunastarfsemi á vettvangi kvikmynda og gjörningalistar.

Rúnar hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðkenningar fyrir störf sín, t.d. The Student Drama Festival Awards í Scarbourough 1997 og The Roal Shakespeare Company´s Summer Festival Awards 1999.
Hérlendis hefur hann t.d þrívegis verið tilnefndur til menningarverðlauna DV 1984, 2001 og 2009 og í tvígang hefur hann verið tilnefndur sem höfundur ársins af íslensku sviðslistaverðlaununum, Grímunni, 2009 og 2011 og sem leikstjóri til sömu verðlauna 2009 og 2014.
Leikhópur hans Lab Loki hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna gegnum tíðina.
Rúnar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sviðlistastofnanir og samtök sviðslistafólks gegnum tíðina. Hann hefur m.a. átt sæti í Þjóðleikhúsráði og Listráði Þjóðleikhússins, í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi og Act Alone leiklistarhátíðarinnar.