Author: lensherra

Óperukvöld í Þjóðleikhúskjallaranum

Ingólfur Níels Árnason fræðslustjóri Íslensku óperunnar og óperuleikstjóri heldur utan um skemmtikvöld á vegum Óperunnar sem fer fram í Leikhúskjallaranum einu sinni í mánuði í vetur. Ingólfur Níels mun leggja áherslu á að blanda saman fræðilegri umfjöllun um óperur og óperulist ásamt því að skemmta fólki um leið. Hann mun taka útgangspunkt í mannsröddinni sem hljóðfæri, og fær hann óperusöngvara og tónlistarmenn til liðs við sig sem munu aðstoða hann við að skoða mannsröddina frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þann 27. október mun Ingólfur Níels fjalla um sópranröddina og fær hann til liðs við sig sópran söngkonurnar Huldu Björk Garðarsdóttur og Hönnu Dóru Sturludóttur. Húsið opnar klukkan 21.00 og er aðgangseyrir kr....

Read More

Leikfélag Blönduóss frumsýnir Bangsímon

Leikfélag Blönduóss frumsýnir um helgina leikritið Bangsimon. Verkið er mörgum kunnugt, en það er byggt á sögu A.A. Milne og er hér sýnd leikgerð Erics Olsons í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Frumsýnt verður í félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 29. október kl. 16.00. Önnur sýning er sunnudaginn 30. október kl. 16.00 en sú þriðja þriðjudaginn 1. nóvember kl. 17.00. Miðaverð er kr. 1.500.   Leikstjórinn, Guðjón Sigvaldason, er mörgum leikfélögum að góðu kunnur en þetta er í fyrsta skipti sem hann leikstýrir hjá Leikfélagi Blönduóss. Æfingar hafa staðið yfir síðan um miðjan september og koma um 20 manns að uppsetningunni, en í hlutverkum dýranna og Jakobs eru 8 leikarar, bæði reyndir og óreyndir. Það þekkja allir krakkar söguna um Bangimon og vini hans, en þau lenda í ýmsum...

Read More

Frumsýning í Borgarleikhúsinu

Verkið Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson, í leikgerð Bjarna Jónssonar, verður frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins fimmtudaginn 27. október. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Verkið er sjálfstætt framhald Híbýla vindanna sem frumsýnd voru í janúar 2005 og hlutu frábærar viðtökur. “Lífsins tré” leiðir áhorfandann á slóðir Íslendinga í Winnipeg, þar sem þeir hafa tekið upp breska siði, aka í cörum, reka verslun, sníða kjóla og reisa vöruhús og bindindishallir. Jens Duffrín, yngsti sonur Ólafs fíólín og Elsabetar, seinni konu hans, er kynlegur kvistur á ættartré fólksins frá Seyru í Borgarfirði.  Eftir að hafa slitið barnsskónum í hreysahverfum Winnipeg og meðal Mennóníta, flakkar Jens um Bandaríkin með Alþjóðasirkusnum í Minneapolis.  Síðar gerist hann götusópari í sinni heimaborg og hermaður bresku krúnunnar.  Málmfríður systir hans helgar líf sitt hins vegar fjölskyldu sinni, börnum og “Dætrum fjallkonunnar”, framfarafélags íslenskra kvenna.  Bréf hennar til Ólafs heiðarsveins, bróðurins sem varð eftir á Íslandi, eru einlægur vitnisburður um gleði og sorgir Vesturíslendinga.  Þau varpa einnig ljósi á tónlistargáfu ættmenna Ólafs fíólín og þörf þeirra fyrir að finna henni farveg í lífi sínu. Halldór Gylfason leikur Jens Duffrín,  Eggert Þorleifsson leikur Ólaf fíólín og Sóley Elíasdóttir konu hans Elsabetu. Með önnur hlutverk fara Sigrún Edda Björnsdóttir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Gunnar Hansson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Valur Freyr Einarsson og Þór Tulinius.  Hljóðfæraleikarar: Pétur Grétarsson (píanó og orgel), Eðvarð Lárusson (rafgítar og banjó) og Kristín Björg Ragnarsdóttir (fiðla)....

Read More

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir

Jens og risaferskjan er nafnið á leikritinu sem Leikfélags Sauðárkróks frumsýnir í Bifröst á Sauðárkróki þann 28. október nk. kl. 20:00. Þetta barnaleikrit fyrir alla aldurshópa, spennandi og fyndið enda er Roald Dahl, höfundur sögunar, heimsfrægur fyrir skemmtilega sýn á heim barna (sem og fullorðinna). Jens og risaferskjan er nafnið á leikritinu sem Leikfélags Sauðárkróks frumsýnir í Bifröst á Sauðárkróki þann 28. október nk. kl. 20:00. Þetta barnaleikrit fyrir alla aldurshópa, spennandi og fyndið enda er Roald Dahl, höfundur sögunar, heimsfrægur fyrir skemmtilega sýn á heim barna (sem og fullorðinna). Leikgerðin er eftir David Wood en þýðingu leiktexta gerði...

Read More

Mávahlátur í Bæjarleikhúsinu

Ungliðadeild Leikfélags Mosfellssveitar frumsýndi föstudaginn 24. október leikritið Mávahlátur, leikgerð Jóns Hjartarsonar eftir sögu Kristínar Mörju Baldursdóttur. Leikstjóri var Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Aðeins eru eftir 2 sýningar á verkinu. Einnig má geta þess að Leikfélagið opnaði nýjan vef í sumar og þar er hægt að fá nánari upplýsingar um sýninguna og...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed

Vörur