Verður haldinn laugardaginn 28. maí kl. 14.00 í Rauða salnum, Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 gengið inn að vestanverðu. Skv. lögum félagsins geta allir fullgildir félagsmenn gefið kost á sér í þessi embætti á fundinum. Nú er kjörið tækifæri fyrir nýtt fólk að gefa kost á sér í stjórn. Lög félagsins má finna á vefnum okkar. Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
6. Starfsemi næsta leikárs.
7. Kosning stjórnar, varastjórnar, tveir skoðunarmenn reikninga.
8. Önnur mál

Ath. aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

Auglýst er eftir framboðum í eftirfarandi embætti:
– varaformann til tveggja ára.         
– gjaldkera til tveggja ára.
– tvo varamenn í stjórn til tveggja ára.
– tvo skoðunarmenn reikninga.

Skv. lögum félagsins geta allir fullgildir félagsmenn gefið kost á sér í þessi embætti á fundinum. Nú er kjörið tækifæri fyrir nýtt fólk að gefa kost á sér í stjórn. Lög félagsins má finna á vefnum okkar www.halaleikhopurinn.is/log.htm

Strákarnir í stjórn ætla að baka fyrir okkur vöfflur með kaffinu 🙂

DVD diskar með Góðverkin kalla ! verða til sölu á fundinum ath. við erum ekki með posa en hægt er að millifæra á reikning 0546-14-600440 kt. 421192-2279 og muna að setja nafn ykkar í skýringarreitinn og láta senda kvittuna á gjaldkeri@halaleikhopurinn.is

Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Nýjir félagar velkomnir

{mos_fb_discuss:3}