Ólöf Sverrisdóttir

Netfang: iceolof@gmail.com Sími: 845-8858 Leikkona með MA in Theatre Practice, leiklistarkennari og rithöfundur Hef leikstýrt börnum og unglingum og hef víðtæka reynslu af leiklistar og ritlistarkennslu fyrir fullorðna. Sjá...

Sjá meira

Masterclass um nánd í sviðsleik

AITA/IATA býður upp á masterclass námskeið á vefnum um nánd (intimacy) í sviðsleik, ætlað leikurum og leikstjórum. Námskeiðið verður haldið 21. apríl kl. 13.00 að íslenskum tíma. Kennari er Elodie Foray. Námskeiðsgjald er 20 EUR en meðlimir AITA/IATA fá 50% afslátt. Elodie Foray er leikskáld, leikstjóri og leikari frá Englandi. Námskeiðið fer fram á ensku. Masterclass on Intimacy 21 April 2024...

Sjá meira

Kjörbréf á aðalfund BÍL 2024

Félag þarf að vera innskráð til að geta sent inn kjörbréf. Hafið samband við Þjónustumiðstöð ef vandamál eða spurningar eru í info@leiklist.is eða 551-6974. Þú hefur ekki leyfi til að skoða þetta...

Sjá meira

Öfugu megin upp í á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur heldur uppteknum hætti að setja árlega upp leiksýningu og þetta árið er það farsinn Öfugu megin uppí eftir Derek Benfield sem varð fyrir valinu. Skúli Gautason er leikstjóri, fimm leikarar taka þátt í verkefninu og fjöldi fólks leggur sitt af mörkum. Í leikritinu segir frá Fríðu sem tekur að sér að gæta sveitahótels systur sinnar eina helgi á meðan hún bregður sér í frí. Það á ekki fyrir henni að liggja að eiga náðuga daga, því gestirnir eru af ýmsu tagi. Þeir eiga þó sameiginlegt að vera í ævintýraleit og ætla aldeilis að gera sér glaðan dag...

Sjá meira

Opnunartímar um páska

Opið verður mán. 25. mars en lokað yfir páskana, frá og með þri. 26. mars til og með mán. 1. apríl. Vefverslunin opin allan...

Sjá meira

Djöflaeyjan hjá Leikfélagi Keflavíkur

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi leiksýninguna Þar sem Djöflaeyjan rís síðastliðið föstudagskvöld við mikið lof áhorfenda.  Sýningin fjallar í stuttu máli um fjölskyldu Karólínu spákonu og líf þeirra í braggahverfinu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. Leikgerðin, sem samin er af Kjartani Ragnarssyni, er byggð á bókum Einars Kárasonar Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjan.  Leikarahópurinn er fjölbreyttur og samanstendur af reyndum leikurum en jafnframt einstaklingum sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviði. Það eru 14 einstaklingar sem leika í sýningunni.  Árni Grétar Jóhannsson leikstýrði verkinu en hann hefur mikla reynslu í áhugaleikhúsum og leikstýrði m.a. sýningunni Rocky Horror hjá Leikfélagi Vestmannaeyja...

Sjá meira

Sannkallað leikhúsferðalag til plánetunnar Limbó

Ferðin til Limbó, í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Sigrúnar Tryggvadóttur, er stórskemmtileg og lágstemmd skemmtun fyrir yngstu kynslóðina. Hér er fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu endurvakið og var það gert með mikilli grandgæfni, gleði og húmor. Texti verksins er skemmtilegur og lúmskt fyndinn, líka fyrir fullorðna og greinilega búið að aðlaga hann að nútímanum. Systkinin Maggi og Malla mús eru viðkunnanlegar persónur sem leikarar leika vel og með miklum tilþrifum. Orkustig leikaranna er hátt og kemistrían þeirra á milli er frábær. Móðursýki Möllu og hetjuskapur Magga blandast frábærlega saman og býr til mikla...

Sjá meira

Húrra fyrir Freyvangsleikhúsinu!

Freyvangsleikhúsið hefur sýnt leikritið ,Gaukshreiðrið síðan 16. febrúar og hefur aðsókn verið góð að sögn. Ég undirritaður brá mér á sýningu í gærkvöldi 8. mars og verð að segja að ég varð hrifinn, stórhrifinn. Verkið er samið upp úr bók eftir Ken Kensey og Dale Wasserman gerði leikgerð upp úr bókinni, en Karl Ágúst Úlfsson þýddi þessa leikgerð. En ,,Gaukshreiðrið“ var fyrst sýnt hér á landi á, Húsavík árið 1992 og þá í þýðingu Sonju B. Jónsdóttur og María Sigurðardóttir leikstýrði. ,,Gaukshreiðrið“ gerist á geðveikrahæli, en fjallar í raun ef til vill ekki um slíka stofnun, heldur er þetta dæmisaga úr samfélagi og viðbrögðum þess við fólki sem ekki vill eða er tilbúið...

Sjá meira

Beint í æð í Fjallabyggð

Leikfélag Fjallabyggðar sýnir um þessar mundir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Verkið er sannkallaður flækjufótur sem kallar á að áhorfandi taki ekki augun af sviðinu og fylgist með af öllum kröftum. Leikstjóri verksins er Valgeir Skagfjörð en þetta er í fyrsta skipti sem Valgeir leikstýrir fyrir Leikfélag Fjallabyggðar. Leikarahópurinn er fjölbreyttur en alls taka 11 leikarar þátt í sýningunni á aldrinum 17 til 62 ára Þar af eru tveir sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviðinu. Sýnt er í Tjarnarborg í Ólafsfirði og upplýsingar um sýningar er hægt að finna á...

Sjá meira

Lísa í Undralandi hjá Leikfélagi Hornafjarðar

Leikfélag Hornafjarðar frumsýnir söngleikinn Lísu í Undralandi, laugardaginn 9. mars. Lísa leggur af stað í ótrúlegt ferðalag þar sem á vegi hennar verða ýmsar furðuverur og og hún lendir í allskonar óvæntum uppákomum. Leikstjóri er Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og er þetta frumraun hennar sem slíkur. Alls taka 14 leikarar þátt í sýningunni en í hlutverki Lísu er Magndís Lóa Aðalsteinsdóttir. Birna Jódís Magnúsdóttir sér um leikmynd, búninga og útlitshönnun en lætur það ekki nægja þvi hún fer einnig með hlutverk Hjarta Drotningarinnar. Hafdís Hauksdóttir er tónlistarstjóri og fer einnig með hlutverk kálormsins. Ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson. Leikhópurinn er afar...

Sjá meira

Lína langsokkur í Mosfellsbæ

Leikfélag Mosfellssveitar sýnir um þessar mundir leikritið Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren sem fólk á öllum aldri ætti að þekkja.  Þegar ný stelpa flytur inn í Sjónarhól með apann sinn Herra Níels og hestinn Litla Kall umturnast líf Tomma og Önnu og þau lenda í hverju ævintýrinu á eftir öðru.  Aron Martin Ásgerðarson leikstýrir verkinu, Þorsteinn Jónsson er tónlistarstjóri og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga. Stór hópur leikara og tónlistarfólks tekur þátt í uppsetningunni og mega gestir eiga von á sannkallaðri söng- og dansveislu. Sýningar fara fram á sunnudögum í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og er miðasalan í...

Sjá meira

Bróðir minn Ljónshjarta í Hörgárdal

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir núna á fimmtudag 7. mars hið heimþekkta leikverk Bróður minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Sýnt er að Melum í Hörgársveit. Uppselt er á frumsýningu en örfáir miðar lausir á sýningar um helgina. Bróðir minn Ljónshjarta er hugljúf stríðssaga af þeim bræðrum Snúð og Jónatan. Yngri bróðirinn Snúður er dauðvona en Jónatan reynir að hughreysta Snúð með því að segja honum hvað gerist eftir dauðann. Eftir stutta jarðneska dvöl hittast bræðurnir aftur í Nangijala eins og þeir höfðu talað um. Þar er lífið himneskt eða ætti öllu heldur að vera það, það er svikari í Kirsuberjadal sem...

Sjá meira

Kirkjugarðsklúbburinn frumsýndur hjá Halanum

Halaleikhópurinn frumsýnir bandaríska gamanleikritið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell fös. 8. mars.  Leikstjóri er Pétur Eggerz og þýðandi verksins er Elísabet Snorradóttir, Leikritið  fjallar af einstakri næmni og kímni um þrjár miskátar ekkjur. Þær hafa verið vinkonur árum saman og hafa nú misst lífsförunauta sína. Hver og ein þeirra hefur fundið sína leið til þess að takast á við sorgina. Lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Einu sinni í mánuði fara vinkonurnar saman í kirkjugarðinn að vitja leiða eiginmannanna. Dag nokkurn hitta þær fullorðinn ekkil í garðinum og þar með lenda vinkonurnar í óvæntri krísu. Ná tryggðaheit hjónabandsins út yfir...

Sjá meira

Skólareglur 2024

Reglur um umgengni í Reykjaskóla á starfstíma Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga: Nemendur sjá sjálfir um þrif á sínum herbergjum og gangi að öðru leyti vel um alla sameiginlega aðstöðu, svo sem skólastofur, ganga og salerni. Reglur íslenskra heimavistarskóla um reykingar og áfengisneyslu gilda hér nema í þeim undantekningartilfellum sem skólastýri ákveða. Tillit skal taka til þeirra sem fara fyrr að sofa en aðrir á kvöldin. Svefnstyggum skal bent á að eyrnatappar eru þarfaþing þar sem margir ganga um á mismunandi tímum. Munið að ef öllum líður vel næst mesti hugsanlegi árangur í starfi og leik! Skólastýrin verða nemendum og kennurum til aðstoðar alla vikuna. Hikið ekki við að leita til þeirra ef eitthvað amar að. Þau eru Jónheiður Ísleifsdóttir og F. Elli Hafliðason. Ef þið eigið von á gestum í skólann sem þurfa mat eða gistingu skal skilyrðislaust fá leyfi hjá skólastýrum og starfsfólki skólans og er sá sem gestinn fær jafnframt ábyrgur fyrir greiðslum vegna þessa. Bandalagið hefur sett sér verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi í leiklistarstarfi. Reglurnar er að finna hér. ...

Sjá meira

Sjúklega skemmtilegt sex og upprisan góð

Júlíus Júlíusson skrifar um sýningu Leikfélags Dalvíkur á Sex í sama rúmi  Leikfélag Dalvíkur varð 80 ára í janúar s.l. og frumsýndi föstudaginn 23. febrúar 2024 leikritið Sex í sama rúmi eða Move over Mrs. Markman eftir Ray Cooney og John Chapman. Verkið var fyrst frumflutt á Íslandi af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1985 í þýðingu Karls Guðmundssonar.  Ég var svo heppinn að sjá generalprufuna í Ungó fimmtudagskvöldið 22. febrúar. Ég óska L.D. til hamingju með afmælið því í 80 ár hafa félagar glatt leikhúsgesti ómælt og gefið hundruðum einstaklinga færi á að skapa og finna sjálfa sig í listinni....

Sjá meira

Allt á síðasta snúningi hjá Leikdeild Skallagríms

Leikdeild Skallagríms frumsýndi í Lyngbrekku þann 29.febrúar sl. farsann Allt á síðasta snúningi eftir Aðalstein Bergdal. Áætlaðar eru sýningar fram að og með laugardeginum 16.mars n.k. Leikstjórar eru þau Margrét Jóhanssdóttir og Jónas Þorkelsson. Sýningar eru sem hér segir: 2. sýning 1. mars kl 20:30 3. sýning 3. mars kl 20:30 4. sýning 5. mars kl 20:30 Miðapantanir eru í síma 845-1615 og á leikdeildskalla@gmail.com  og miðaverð er 3.000 kr. Eldri borgara, öryrkjar, 15 ára og yngri 2000 kr Leikstjórarnir:  Jónas Þorkelsson hefur starfað með Leikdeild Skallagríms nánast óslitið í 30 ár. Hann hefur leikið í fjölmörgum sýningum og...

Sjá meira

Ferðin til Limbó hjá Leikfélagi Kópavogs

Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama höfund sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefur ekki verið sett upp síðan þó að það hafi hlotið mikla aðsókn á sínum tíma. Tónlist í verkinu er eftir Ingibjörgu Þorbergs og er þekkasta verkið í laginu Sé tunglið allt út tómum osti. Átta leikara taka þátt í sýningunni en fjölmargir leggja hönd á plóg baksviðs. Leikstjóri er...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2024 – UMSÓKN

Upplýsingar og námsskrá 2024 Leiklistarskólinn - umsókn 2024 Námskeið * ---Leiklist ILeikritun I (FULLT! Hægt að skrá á biðlista)Leikstjórn IVSérnámskeið fyrir leikara (FULLT! Hægt að skrá á biðlista)Höfundur í heimsókn (FULLT! Hægt að skrá á biðlista) Námskeið Nafn * Kennitala * Netfang * Sími * Heimilisfang * Póstnr. * Staður * Ferilskrá. Sjá námskeiðslýsingu. 120 orð eða færri. 0 of 120 max words Námskeið til vara (ekki nauðsynlegt að velja!) Leiklist ILeikritun ILeikstjórn IVSérnámskeið fyrir leikaraHöfundur í heimsókn Aðrar athugasemdir/óskir (t.d. varðandi fæði) ATH!Ef skólagjald er greitt að hluta eða öllu leyti af öðrum er áríðandi að skýrt komi fram fyrir hvern er greitt!  Millifærsla: 0334-26-5463 / Kt. 4401690239 If you are human, leave this field blank....

Sjá meira

Óvitar á Húsavík

Leikfélag Húsavíkur frumsýnir hið vinsæla barnaleikrit Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur laugardaginn 2. mars. Stefán Sturla Sigurjónsson heldur um leikstjórataumana að þessu sinni. Leikfélagið hóf leikárið á námskeiði fyrir börn frá 9-16 ára en leikritið Óvitar byggir einmitt á því að fullorðnir leiki börn og börn fullorðna. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og voru yfir 40 börn sem skráðu sig á það. Alls eru 17 hlutverk fyrir börn í sýningunni og ákveðið var að bjóða 18 börnum að vera á sviði.  Æfingar hafa gengið vel og mikið fjör í gamla Samkomuhúsinu á Húsavík með allan þennan barnafjölda, það má því...

Sjá meira

Í gegnum tíðina hjá Eflingu

Leikdeild Eflingar frumsýnir gamanleikritið Í gegnum tíðina 1. mars næstkomandi. Í verkinu er sögð er saga íslenskrar bændafjölskyldu og lenda fjölskyldumeðlimir í hinum ýmsu aðstæðum. Inn í sýninguna fléttast fjölmörg þekkt lög frá árunum 1950-1980. Leikstjórn er að þessu sinni í höndum Hildar Kristínar Thorstensen en hún býr í Hörgárdal. Hún hefur víðtæka reynslu á listasviðinu og alþjóðlega en hún lærði m.a. í Finnlandi, Englandi og Frakklandi og hefur það dugað vel til að temja hinn þingeyska lýð! Tónlistarstjóri er Pétur Ingólfsson en hann hefur alloft verið með puttana við stjórnvölinn hjá leikdeildinni með tónlistina. Honum til aðstoðar er...

Sjá meira

Sex í sama rúmi hjá Leikfélagi Dalvíkur

Leikfélag Dalvíkur frumsýndi gamanleikinn Sex í sama rúmi eftir Ray Cooney og John Chapman um síðastliðna helgi. Leikstjóri er Saga Geirdal Jónsdóttir en þýðandi verksins er Karl Guðmundsson. Leikverkið Sex í sama rúmi fjallar um þau Philip og Joanna Markham sem eru hamingjusamlega gift. Philip er útgefandi barnabóka og vinnur á neðri hæð íbúðar þeirra hjóna, ásamt félaga sínum Henry Lodge sem er kvæntur en kviklyndur mjög í hjónabandinu. Henry hefur talið Philip á að lána sér íbúðina þetta kvöld til að eiga ástafund með nýjasta viðhaldinu. Linda, eiginkona Henry veit að hann er henni ótrúr og hún biður...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2024 – Hvað verður í boði?

Leiklistarskóli BÍL verður haldinn að Reykjum í Hrútafirði dagana 15. – 23. júní í sumar. Í boði verða 4 námskeið; Leiklist I í umsjón Ágústu Skúladóttur, Leikritun I í umsjón Karls Ágústs Úlfssonar, Leikstjórn IV sem Jenný Vala Arnórsdóttir stýrir og  Sérnámskeið fyrir leikara í umsjón Rúnars Guðbrandssonar. Einnig verður boðið upp á Höfunda í heimsókn. Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars næstkomandi. Sjá nánari upplýsingar...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2024

STARFSTÍMI SKÓLANS ER 15. – 23. JÚNÍ 2024 AÐ REYKJASKÓLA Í HRÚTAFIRÐI. — Smella hér til að sækja um!* —   (*Opnað fyrir skráningu 1. mars kl. 12.00)   KVEÐJA FRÁ SKÓLANEFND Kæru leiklistarvinir! Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og sjöunda sinn. Skólinn blómstrar sem aldrei fyrr og við sjáum fram á mikla sköpun, metnað og gleði í sumar. Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði: Ágústa Skúladóttir mætir að nýju og nú með Leiklist I, námskeið fyrir nýliða og styttra...

Sjá meira

Leikfélag Eyrarbakka

Formaður: Sesselja Pálsdóttir Netfang: sellapals@gmail.com Sími: 8673370 Gjaldkeri: Hera Fjölnisdóttir Netfang: 2herafjord@gmail.com Sími: 6967760 Ritari Hulda Ólafsdóttir Netfang: hulda1789@gmail.com Sími:...

Sjá meira

Gaukshreiðrið í Freyvangi

Freyvangsleikhúsið frumsýnir í kvöld 16.febrúar, leikverkið Gaukshreiðrið eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Leikverkið segir sögu indíanahöfðingjans Bromden sem hefur verið lengi á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Bromden segir frá komu R.P. McMurphy á deildina og hvaða áhrif hann hafði á sjúklinga og starfsfólk hælisins. McMurphy hafði séð sér leik á borði og leikið sig geðveikan til þess að losna við fangelsisvist. Hann lendir þar í útistöðum við frú Ratchet forstöðukonu hælisins sem stjórnar hælinu vægast sagt með harðri hendi. Verkið lýsir á beinskeittan hátt aðstæðum og...

Sjá meira

Fiðlarinn á þakinu á Ísafirði

Litli leikklúbburinn í samstarfi við Tónlistarskólann á Ísafirði frumsýndi söngleikinn Fiðlarann á þakinu fyrir troðfullum Edinborgarsal, fimmtudaginn 1. febrúar. Fiðlarinn á þakinu segir frá mjólkurpóstinum Tevje og gerist árið 1905 í þorpinu Anatevka í Rússlandi þar sem siðvenjur og hefðir eru fyrir öllu. Tevje og Golda konan hans eiga fimm dætur sem allar þurfa eiginmenn. Hjúskaparmiðlari þorpsins gerir sitt besta til að sinna hlutverki sínu en dæturnar hafa aðrar hugmyndir um örlög sín en foreldrarnir, miðlarinn og samfélagið. Höfundar verksins eru Jerry Boch og Sheldon Harnick. Þýðandi er Þórarinn Hjartarson. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir og um tónlistarstjórn sér Beáta Joó....

Sjá meira

Gaukshreiðrið í Freyvangsleikhúsinu

Freyvangsleikhúsið hefur hafið æfingar á Gaukhreiðrinu eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Leikverkið segir sögu indíanahöfðingjans Bromden sem hefur verið lengi á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Bromden segir frá komu R.P. McMurphy á deildina og hvaða áhrif hann hafði á sjúklinga og starfsfólk hælisins. McMurphy hafði séð sér leik á borði og leikið sig geðveikan til þess að losna við fangelsisvist. Hann lendir þar í útistöðum við frú Ratchet forstöðukonu hælisins sem stjórnar hælinu vægast sagt með harðri hendi. Verkið lýsir á beinskeittan hátt aðstæðum og þann...

Sjá meira

Stjórnleysi á Seyðisfirði

Leikfélag Seyðisfjarðar frumsýndi fimmtudaginn síðastliðinn verkið Stjórnleysingi ferst af slysförum eftir Nóbelskáldið Dario Fo. Leikstjórn var í höndum Snorra Emilssonar og Ágústar T. Magnússonar. Er þetta fyrsta uppsetning leikfélagsins síðan 2018.  Leikhópurinn samanstendur af  sex leikurum, blöndu af nýliðum og reynsluboltum. Leikfélagið bætir við aukasýningu mið. 12. desember. Sýnt er í Herðubreið á Seyðisfirði.  Nánari upplýsingar má fá á Facebook-síðu...

Sjá meira

Þytur í laufi í Húnaþingi

Síðustu vikur hefur Leikflokkur Húnaþings vestra verið að æfa leikritið Þytur í laufi – ævintýri við árbakkann.  Leikstjóri er Greta Clough og er þetta fjórða barnaleikritið sem hún leikstýrir fyrir leikflokkinn en hún hefur komið að um 20 barnaleikritum í heild.  Leikgerðin er byggð á hinni heimsþekktu sögu Kenneth Grahame en handritið var þýtt af Ingunni Snædal. Hinn vitri og sérvitri Greifingi, vatnselskandi Rotti og hinn feimni og innhverfi Moldi þurfa að hafa sig alla við að halda í bremsuna á kærulausa og auðuga Todda þegar hans nýjasta æði heltekur hann og veldur miklum usla í sveitinni kringum ánna....

Sjá meira

Jólaævintýri Hugleiks í Gamla bíó

Leikfélagið Hugleikur er 40 ára þetta leikárið. Því fagnar félagið með að setja aftur á svið vinsælasta leikrit félagsins frá upphafi; gamansöngleikinn Jólaævintýri Hugleiks sem nú hefur hvílst í 18 ár. Jólaævintýrið byggir á Christmas Carol eftir Charles Dickens en að þessu sinni gerist verkið í íslenskum baðstofuraunveruleika í gamla daga. Ebeneser Skröggur er nískari og verri en nokkurri sinnum fyrr en öll vonska víkur að lokum fyrir sönnum jólaanda, kærleika og ást. Höfundar verksins auk Charles Dickens, eru þau Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason. Piltarnir Bibbi og Toggi gerðu einnig tónlistina í verkinu...

Sjá meira

Styrktarsýning í Borgarleikhúsinu fyrir Íslandsdeild Amnesty International á Alþjóða degi mannréttinda

Kæru leiklistarunnendur, Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt þann 10. desember 1948. Hún var samin í kjölfar hryllings seinni heimstyrjaldarinnar þar sem ríki sameinuðust um grundvallarréttindi hverrar manneskju. Nú þegar liðin eru 75 ár frá þessum merka degi stendur Amnesty International fyrir viðburði til að minnast þessa dags. Allt starf okkar byggir á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og því er heldur betur tilefni til að fagna. Til að fagna 75 árum frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna verður vegleg dagskrá haldin í Borgarleikhúsinu sem hefst klukkan 16:00. Leiklestrarfélagið og hljómsveitin Mandólín standa fyrir leiklestri með tónlist. Flutt verður verkið Allir þeir við falli...

Sjá meira

Bangsimon og Gríslingur í jólasveinaleit

Freyvangsleikhúsið Höfundur og leiksstjóri: Jóhanna Ingólfsdóttir Höfundur tónlistar: Eirikur Bóasson Freyvangsleikhúsið sýnir um þessar mundir barnajólaleikritið Bangsimon og Gríslingur í jólasveinaleit. Leikritið er samið af heimakonunni Jóhönnu Ingólfsdóttur en hún tekur hinar þekktu persónur A.A.Milne og blandar þeim saman við íslenskar þjóðsagnaverur. Leikritið fjallar um Bangsimon og Grísling sem komnir eru til Íslands til þess að finna íslensku jólasveinana af því að þeir höfðu heyrt að þeir væru 13 talsins. Á leiðinni upp í fjöll rekast þeir á afturgöngu, álf, jólaköttinn og svo loks Stúf og reyna að fá aðstoð þeirra til að finna alla jólasveinana með frekar misjöfnum...

Sjá meira

Maður í mislitum sokkum – síðustu sýningar

Leikfélag A-Eyfellinga hefur undanfarið sýnt leikritið Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Síðustu sýningar verða 1. des. kl. 20.00 og tvær sýningar verða 3. des. kl. 15.00 og kl. 20.00. Sýnt er á Heimalandi Vestur-Eyjafjöllum. Leikritið fjallar um Steindóru, einmana ekkju, sem býr í blokk ásamt fleiri eldri borgurum. Hún rekst óvænt á ókunnan mann í bílnum sínum einn daginn þegar hún kemur úr búðinni. Hann er kaldur, hrakinn og illa áttaður, veit ekki hvaðan hann kom, eða hvert hann er að fara. Hún tekur hann heim með sér til að hlúa að honum, og þá hefst atburðarrás, sem...

Sjá meira

Nýtt og áhugavert