Pörupiltar frumsýna Who´s the Daddy! í Tjarnarbíói föstudaginn 4. nóvember.

Einlæg og opin sýning þar sem flókin tilfinningasambönd karlmanna eru afhjúpuð.  Og svo fer allt í fokk ..

Sýning fyrir allar konur sem vilja skilja karlmenn.. eða skilja við karlmenn.

Eftir að hafa sýnt Kynfræðslu Pörupilta í fjögur ár í Borgarleikhúsinu eru strákarnir mættir í Tjarnarbíó með dúndur uppistand um föðurhlutverkið, barnauppeldi og hjónaskilnað.

Þeir fræða, ræða og svara þeim fjöldamörgu spurningum sem brenna á foreldrum, stjúpforeldrum, helgarmömmum og helgarpöbbum.

Hver er munurinn á viku og viku og langri helgi?

Hvernig virkar tinder?

Hvernig er best að ala upp skilnaðarbörn svo sálarlíf þeirra verði fyrir sem minnstu hnjaski?

Handrit: Pörupiltar
Leikarar:
Dóri Maack: Sólveig Guðmundsdóttir.
Nonni Bö: Alexía Björg Jóhannesdóttir.
Hemmi Gunn: María Pálsdóttir.

Sýningar:
04. 11 2016 kl. 20:30
05. 11 2016 kl. 20:30
10. 11 2016 kl. 20:30
13. 11 2016 kl. 20:30

Miðasala hér.