Leikfélagið Sýnir sýnir fjögur ný stuttverk við leikskólann Steinahlíð (við austari enda Suðurlandsbrautar) laugardaginn 30. maí kl. 17.00. Sýningin útileiksýning og hefur hlotið samnefnið Vorverkin en verkin sem sýnd verða eru:

Át-tak eftir Ólaf Þórðarson í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar

Bláskaði eftir  Ármann Guðmundsson í leikstjórn höfundar

Ferðamannastraumur eftir Aðalstein Jóhannsson í leikstjórn Ástu Elínardóttur

Að undirbúa jarðveginn eftir Ástu Elínardóttur í leikstjórn höfundar

Sýning tekur um 40 mínútur í flutningi og aðgangur er ókeypis. Aðeins verður þessi eina sýning.