Aðalfundur Leikfélags Selfoss var haldinn í Litla leikhúsinu við Sigtún miðvikudaginn 11. maí. Var fundurinn léttur og skemmtilegur að vanda þar sem ýmis skemmtileg erindi voru borin upp og síðasta leikár reifað auk annarra venjulegra aðalfundarstarfa. Þau Íris Árný Magnúsdóttir og Stefán Ólafsson hættu í stjórn eftir nokkurra ára farsælt og öflugt starf og var þeim ítrekað þakkað góð og vel unnin störf í stjórn leikfélagssins. Kosin var ný stjórn í spennandi kosningum sem hefur skipt með sér verkum.

Nýja stjórn skipa:
Sigrún Sighvatsdóttir, formaður
F. Elli Hafliðason, varaformaður
Sigríður Hafsteinsdóttir, ritari
Gerður Halldóra Sigurðardóttir, gjaldkeri
Svanhildur Karlsdóttir, meðstjórnandi

Varastjórn skipa:
Erla Dan Jónsdóttir, Finnur Hafliðason og Kristrún Jónsdóttir

14. og 15. maí tók Leikfélag Selfoss þátt í bæjarhátíðinni Vor í Árborg. Húsið var opnað fyrir gestum og gangandi auk þess sem boðið var upp á andlitsmálningu og sýnt var Hugarflug, stuttverkadagskrá sem er eins konar grasrótarstarf innan leikfélagsins þar sem félagar fá frjálsar hendur til að sviðsetja stuttverk. Tókust þessir viðburðir vel í alla staði og höfðu bæði gestir og leikfélagið gaman að.

{mos_fb_discuss:3}