Skrifstofa Bandalags ísl. leikfélaga flytur af Laugavegi 96 fimmtudaginn 28. ágúst nk.
Við opnum að Suðurlandsbraut 16 kl. 9.00 mánudaginn 8. september.
Þann sama dag milli kl. 17.00 og 19.00 verðum við með opið hús fyrir þá sem vilja koma og fá sér kaffi og kíkja á nýju aðstöðuna.
Opnunartími á Suðurlandsbrautinni verður sá sami og var á Laugaveginum; frá kl. 9.00 til 13.00 virka daga.

Ef ykkur vantar handrit eða förðunarvörur, hafið þá samband fyrir kl. 13.00 miðvikudaginn 27. ágúst. Við getum ekki afgreitt neitt þessa daga sem við erum að flytja og koma okkur fyrir.

Bestu kveðjur, starfsfólk skrifstofunnar.