Næstkomandi þriðjudag, 15. maí verður síðasta vinnusmiðja fræðsludeildar Þjóðleikhússins og FLÍSS – Félags um leiklist í skólastarfi í vetur.

Að þessu sinni kynnumst við aðferðum þátttökuleikhúss (Forum theatre). Þessar aðferðir hafa lengi verið vinsælar meðal leiklistarkennara, enda bjóða þær upp á frábæra leið til þess að takast á við erfið viðfangsefni með nemendum auk þess að vera gott þjálfunartæki í leiklist.

Leiðbeinandi í vinnusmiðjunni verður Susanne Braad Andersen sem vinnur í Aalborg kommunale skolevæsen. Susanne hefur verið með leiksmiðjur víðs vegar um Norðurlönd og er í hópi leiðandi leiklistarkennara í heimalandi sínu.
Á þriðjudagskvöldið mun hún taka fyrir verkefni um einelti og vináttu.

Sem fyrr verðum við í  gamla Hæstaréttarhúsinu aðLindargötu 3. Við byrjum kl. 20 og vinnum til kl. 23.00
Verð 3000 kr. Ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram.