Næsta vinnusmiðja FLÍSS – Félags um leiklist í skólastarfi og Fræðsludeildar Þjóðleikhússins verður á mánudaginn þann 22. janúar.
 
Kennari að þessu sinni verður Rúnar Guðbrandsson leiklistarkennari.
Rúnar mun fjalla um aðferðir sínar í leiklistarkennslu og þjálfun leikarans.
Hann mun einnig fjalla um leiklistarkennslu á hinum ýmsu skólastigum og tengingu þar á milli.
 
Eins og margir vita er Rúnar einn af okkar reyndustu leiklistarkennurum og hefur í gegnum árin kennt leiklist á grunnskólastigi, framhaldsskólastigi og háskólastigi, auk þess að kenna áhugafólki um leiklist á námskeiðum víða um land. Síðustu ár hefur Rúnar verið einn af aðal kennurum við leiklistardeild Listaháskóla Íslands.
 
Eins og vanalega er Vinnusmiðjan haldin í Gamla Hæstaréttarhúsinu að Lindargötu 3 og stendur frá kl 20.00 – 22.00.
Verð fyrir kvöldið er 3000 kr.
Stórn FLÍSS hvetur alla til að mæta á spennandi námskeið.