Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir laugardaginn 4. apríl nýtt spunaleikverk um heitasta netfyrirbæri síðari ára, Facebook. Aðalpersóna verksins uppgötvar töfraheim Facebook og sogast smám saman inn í hann með ýmsum afleiðingum á líf hennar. Leikstjóri er Anna Brynja Baldursdóttir og ellefu leikarar skipta á milli sín hlutverkum. Sýningin er unnin af leikstjóra og leikhóp með "devised theatre"" aðferðum.

Hugmyndavinna og æfingar hófust í lok febrúar og hefur ferlið því verið stutt en snarpt. Sýningin er ekki löng en bráðskemmtileg og stútfull af húmor, tónlist, slúðri og vænum skammti af hinu áhugaverða fyrirbæri sem FACEBOOK er.
Nánari upplýsingar má fá á vef Leikfélags Kópavogs, www.kopleik.is . Miðapantanir eru á midasala@kopleik .is eða í síma 823 9700.