Dóra Jóhannsdóttir, yfirhandritshöfundur Áramótaskaupsins 2017 og 2019 heldur NET-WORKSHOP! Inngang að Sketchaskrifum í desember. Þar kynnir Dóra ýmis hugtök og aðferðir við grínskrif og fer m.a yfir hvernig hún vann sketsa fyrir áramótaskaupið 2017 og 2019. Sketsar verða skoðaðir og greindir. Dóra lærði sketsaskrif hjá UCB í NY og The Second City í Chicago.
Námskeiðið verður haldið á vefnum miðvikudag 16.des klukkan 20-22. Þátttökugjald er  5500 kr. og skráning er með nafni og kennitölu á netfangið improvskolinn@gmail.com.