Í Edinborgarhúsinu á Ísafirði verður boðið uppá alþýðlega leik- og söngskemmtunina Við heimtum aukavinnu í febrúar. Hér er á ferðinni stórskemmtileg sýning sem er byggð á verkum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Flutt verður úrval laga þeirra bræðra s.s. Klara Klara, Riggarobb, Einu sinni á ágústkvöldi, Og þá stundi Mundi, Augun þín blá, Langi Mangi, Við heimtum aukavinnu auk fjölda slagara úr smiðju Árnasona. Hér er sannkölluð söngperla á sviði og ekki sakar að allir geta sungið með.

Það er Litli leikklúbburinn í samvinnu við Kómedíuleikhúsið sem stendur að Við heimtum aukavinnu í Edinborgarhúsinu. Miðaverðið er mjög alþýðlegt eða aðeins 1.900.-
Miðasölusími er 618 8269.

Sýningar á Við heimtum aukavinnu í Edinborgarhúsinu:
Fös. 6. febrúar kl. 21 Frumsýning.
Lau. 7. febrúar kl. 21.
Fös. 13. febrúar kl. 21.
Fös. 14. febrúar kl. 21.

Fös. 10. apríl kl.21 Skíðavika á Ísafirði.

{mos_fb_discuss:2}