Skrifstofa Bandalags íslenskra leikfélaga flytur sig um set í næstu viku og opnar á nýjum stað mánudaginn 23. maí nk. Vegna flutninganna verður lokað alla næstu viku eða frá mánudegi 16. maí.

Nýja húsnæðið er á jarðhæð að Kleppsmýrarvegi 8 í póstnúmeri 104 í Reykjavík og er um 70 fm að stærð. Kleppsmýrarvegur gengur niður af Skeiðarvogi og þetta er mjög stutt frá Húsasmiðjunni við Skútuvog, sjá kort.

Aðstoð sjálfboðaliða við flutningana er vel þegin. Við byrjum laugardaginn 14. á að taka niður hillur, flytja þær að nýja staðinn og setja þar upp. Til þess vantar okkur fólk með bor- og skrúfvélar. Við reiknum svo með að flytja dótið í einhverjum áföngum, plássið er of lítið til að ráðlegt sé að flytja allt í einu og hrúga inn á gólf. Þið sem viljið vera svo væn að hjálpa til endilega sendið okkur línu á info@leiklist.is eða hringið í síma 5516974 fyrir laugardaginn.

Að lokum óskum við eftir flutningskössum hingað á Suðurlandsbrautina ef einhverjir luma á slíku. Við erum alltaf við á morgnanna en gott er að hringja á undan sér eftir hádegið.