Á Menningarnótt er fyrirhugað að vera með fjölda leiklistaruppákoma, gjörninga, stutt leikverk og dansverk í Tjarnarbíói svo eitthvað sé nefnt. Undirbúningsnefnd Menningarnætur leitar því að fjölbreyttum atriðum fyrir þessa dagskrá og geta allir sótt um að vera atriði. menningarnott.jpgÁ Menningarnótt er fyrirhugað að vera með fjölda leiklistaruppákoma, gjörninga, stutt leikverk og dansverk í Tjarnarbíói svo eitthvað sé nefnt. Undirbúningsnefnd Menningarnætur leitar því að fjölbreyttum atriðum fyrir þessa dagskrá og geta allir sótt um að vera atriði. Atriðin mega ekki vera mikið lengri en 15-20 mín og þau mega gjarnan vera brot úr uppfærslum vetrarins eða nánast sem fólki dettur í hug.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með verða að láta vita á menningarnott@reykjavik.is fyrir föstudaginn 4. ágúst