Verslun okkar er staðsett að Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík og fastur opnunartími er frá 9.00-13.00 virka daga.

Við sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Pantanir sem berast fyrir kl. 13.00 eru sendar samdægurs, annars næsta virkan dag.
Aðildarfélög Bandalags íslenskra leikfélaga fá 20% afslátt af listaverði.

Leikhúsfarði (og fleira skemmtilegt)

Verslunin býður til sölu mikið úrval af förðunarvörum frá Grimas í Holllandi og Kryolan í Þýskalandi.
Smellið hér til að skoða vörulistann. Hann inniheldur fleira en þig grunar!

 

 

ImageLeikrit

Við eigum stærsta leikritasafn landsins. Pantaðu í síma 551 6974 eða hér info@leiklist.is. Við verðleggjum leikritin eftir blaðsíðufjölda, 20 kr. blaðsíðan. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er.
Skoðið leikritalistann hér.

alltfyrirandann.jpg Allt fyrir andann

Árið 2008 kom út bókin Allt fyrir andann, Saga Bandalags íslenskra leikfélaga 1950-2000. Þar er rakin saga Bandalagsins í 50 ár en allt frá stofnun hefur hreyfingin verið öflugur bakhjarl leikfélaganna í landinu og tilkoma hennar blés nýju lífi í leikstarf úti um allt land.
Greint er frá aðdraganda og stofnun Bandalagsins, upphafsárum þess og fyrstu verkefnum. Þá er þráðurinn rakinn í gegnum árin og áratugina og sýnt hvernig hreyfingin þróaðist með tímanum en sú þróun var hreint ekki alltaf átakalaus. Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur og áhugaleikari tók saman.
Bókin er seld á skrifstofu BÍL að Kleppsmýrarvegi 8, sími 5516974, netfang info@leiklist.is, og í völdum bókabúðum. Verðið er 2.075 og við sendum hvert á land sem er.

 

Hárkollur

Umsjón og útleigu á hárkollusafni Bandalagsins annast Kristín Thors, símar 553 4540 og 864 0338.
Hún á líka sjálf töluvert safn sem stendur aðildarfélögum Bandalagsins til boða á sömu kjörum.