Verðlaun fyrir Svartan hatt

Verðlaun fyrir Svartan hatt

Leikskáld  framtíðarinnar áttu sviðið síðasta laugardagskvöld þegar úrslit  hinnar árlegu  örleikritasamkeppni Þjóðleikhússins og Listaháskóla Íslands fyrir  framhaldsskólanema fór fram. Fimm verk voru valin til þátttöku í úrslitunum en  fjöldi örleikrita barst vítt og breitt af landinu. Leiklistarnemar á öðru ári í LHÍ  fluttu verkin með tilþrifum en leikskáldin sem komust í úrslit voru Árni  Arason, Guðrún Sóley Sigurðardóttir, Adam Hoffritz, Ingi Vífill Guðmundsson og  Guðmunda Ólafsdóttir.

Sigurvegari keppninnar var Guðmunda Ólafsdóttir  sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir verk sitt Svartur hattur. Í öðru sæti var  Guðrún Sóley Sigurðardóttir – en þess má geta að hún sigraði keppnina í fyrra  og hlaut þá einnig sérstök verðlaun áhorfenda líkt og í ár. Verk Guðrúnar  heitir Afsakið er þessi stóll upptekinn? Þriðju verðlaun hlaut síðan Árni  Arason fyrir örleikritið Gáfnafar í hættu. Verðlaunahafarnir hlutu  peningaverðlaun en allir þátttakendur fengu ennfremur viðukenningarskjal og  gjafakort í Þjóðleikhúsið.

Dómnefnd  kvöldsins skipuðu leikskáldið Ólafur Haukur Símonarson, Ragnheiður Skúladóttir  deildarforseti Leiklistardeildar LHÍ og Snæbjörg Sigurgeirsdóttir raddkennari  við LHÍ.

{mos_fb_discuss:2}

0 Slökkt á athugasemdum við Verðlaun fyrir Svartan hatt 273 04 mars, 2008 Allar fréttir mars 4, 2008

Áskrift að Vikupósti

Karfa