Nú um helgina stóð Leiklistarskóli Bandalagsins í fyrsta skipti fyrir fyrirlestrahelgi. Í þetta skiptið var umræðuefnið "Hinar þúsund þjalir leikstjórans" þar sem fjallað var um samvinnu leikstjórans við hina listrænu hönnuði leiksýningarinnar.

Snillingarnir Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahönnuður, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir búningahönnuður, Ásta Hafþórsdóttir leikgervahönnuður og Egill Ingibergsson ljósahönnuður leiddu þáttakendur í allan sannleika um hina óteljandi  möguleika sem felast í leikhúsinu. Hin geðþekka leikhússkona Sigrún Valbergsdóttir stjórnaði síðan af röggsemi umræðum milli fyrirlesara og þáttakenda. Á sunnudag hélt fólk svo heim uppfullt af hugmyndum um hvernig ætti að framkalla töfra leiksviðsins

hopur.jpgSnorri Freyr reið á vaðið á laugardag þar sem hann fjallaði um vinnuna við leikmyndina. Hann lagði áherslu á rannsóknarvinnu og samvinnu við aðra hönnuði sýningarinnar. Snorri hafði með sér módel og mikinn bunka af skissum og teikningum og það var frábært að glugga í þetta. 

Eftir hádegi á laugardag kom Þórunn Elísabet eða Tóta og sagði aðeins af heimi búninganna. Það vakti athygli að hún notar bara gamlar og notaðar flíkur til að búa til sína búninga og hennar eftrilætis búðir eru Hjálpræðisherinn og kolaportið. Tóta lagði svo línurnar hvaða litir nýtast tilfinningum persónanna. 

Á sunnudag kom hún Ásta til og sýndi í frábærri myndasýningu hvað hún hefur verið að gera síðustu árin. Hún er sannkölluð garrlakerling í því að gera leikara algörlega óþekkjanlega á sviðinu. Og svo er hún meistari í grímum og hefur líka verið í brúðunum. Það var gaman að heyra að hún er á leiðinni í Skíðadalinn til læra fagið hjá Brúðumeistaranum Ogrodnik. 

egillingibergs.jpgEgill Ingibergs kláraði svo dæmið á sunnudag og tókst á örskömmum tíma að taka þáttakendur á skyndinámskeið í ljósahönnun auk þess að sýna fjölda dæma um sýningar sem hann hefur lýst. Það var frábært að heyra  t.a.m. hvað lá á bak við hina flottu lýsingu í Platonoff og Meistaranum og Margarítu.

Þetta var fín helgi og það sem fyrirlesararnir allir voru sammála um var hin skapandi samvinna sem myndast á milli allra þeirra sem koma að leiksýningunni og hve mikilvægt það væri að allir kæmu að vinnunni frá fyrsta samlestri. Kærar þakkir til leiklistarskólans fyrir að fá þessa góðu listamenn til að miðla af sér og vonandi verða fleirri svona helgar á næstu mánuðum.

Lárus Vilhjálmsson